Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1947, Page 80

Eimreiðin - 01.07.1947, Page 80
EIMREIÐIN UM ÆTTFÆRSLU EINARS H. KVARAN. — Leiðrétting. Það sem ég skrifaði um ætt- færslu Einars H. Kvaran í EIM- REIÐINNI LIJI, 1947, bls. 11—12, eftir sögn Gísla Jónssonar í Winnipeg, hefur vakið meiri at- hygli en flest, sem ég hef látið frá mér fara. Þó að mér þyki fyr- ir því að hafa farið með rangt mál — eða a. m. k. ósannanlegt mál — með því að halda þessum orðróm á lofti, af 'þvi að ég treysti ummælum Bergþóru á Geirólfs- stöðum, sem þar eru til færð, þá þykir mér á hinn bóginn vænt um, að þessi staðhæfing mín hefur orðið til að rumska við mönnum, sem meira vissu og betur en ég, enda áttu aðgang að kirkjubókum til að sanna mál sitt. Opinberlega hafa ekki aðrir tekið til máls en Benedikt Gísla- son frá Hofteigi í smágrein, „Stutt athugasemd", í MORGUNBLAÐ- INU 9. júlí 1947, og einhver.J. B. J. í MBL. 12. júlí, sem heldur hall- ast að því að trúa almannarómn- um, og loks Benedikt Gislason í ítarlegri grein, „Enn um ætt- færzlu", í MBL. 30. júlí 1947. í fyrstu athugasemd sinni segir Benedikt: „En þar sem tilfært er samtal þeirra Einars Kvaran og Guðrúnar Finnsdóttur ... þá má til sltýringar geta þess, að Einar Kvaran vissi um frændsemi sina við hana, að réttri ættfærslu, því þær voru þremenningar að frænd- semi, Margrét liin fríða á Geir- ólfsstöðum, amma oklcar Guðrún- ar Finnsdóttur, og Guðlaug Eyj- ólfsdóttir, móðir Einars Kvaran“. Því miður segir hann ekki hvernig þær voru þremenningar, eflaust af því, að það stendur í óbirtn grein hans um Hallgrím í Sand- felli og ætt E. H. Kv. I síðari greininni rekur Bene- dikt nánar tildrögin að uppruna Guðlaugar Eyjólfsdóttur, og vísa ég til þess. Aftur á móti langar mig til að birta kafla úr bréfi Einars E- Kvaran 16. júlí 1947, um málið, því hann kastar Ijósi bæði á orð- róminn og staðreyndir málsins. „Ég hef fyrir löngu heyrt ávæn- ing af því, að Hallgrímur á St.~ Sandfelli mundi hafa verið faoir ömmu minnar, en aldrei tekizt að hafa upp á neinum líkum, sem gætu stutt orðróminn. Einu sinnt spurði ég frú Sigrúnu Blöndal á Hallormsstað um þetta. Hún sagði mér, að Hallgrimi liafi einhvern tíma verið eignuð flest gáfuð böm, sem fæðst hefðu um daga hans þar eystra. Öðru sinni átti eJ tal um þetta við móður mína. Það var skömmu eftir lát föður mms■ Hún sagði mér, að þeir bræðurn’i'i', Sigurður og hann, hefðu eitt sinn ræðzt við um þetta, svo að hun var viðstödd. Kvað hún föður niinn hafa látið í Ijós, að hann teldi

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.