Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1947, Page 84

Eimreiðin - 01.07.1947, Page 84
236 RITSJÁ EIMREIÐIN í bókinni, er hún mjög skemmtileg aflestrar víðast og bregður Ijósi yfir inargt, sem betur fer að só geymt, en ekki gleymt. Bráðskemmtilegur þyk- ir mér kaflinn um veru höfundar á jagtinni „Svend“, frásögn um það litla skip og skipverja, hrakninga og svaðilfarir. Sem betur fer hefur mikið breytzt aðbúð og áhætta fiskiinanna vorra frá því er þá var, og er gotl fyrir þá, sem síóánægðir eru, að at- huga, hvað feður þeirra og afar lögðu Iiart að scr að draga hjörg í land. Fjarri fer þó því, að ég telji nokkurn tíma of mikið gert að því að efla öryggi sjómanna, né lögbjóða hæfi- lega hvíldartíma. — Einnig er mjög gaman að lesa sögu Garðars-félagsins á Seyðisfirði, skráða af nákunnugum inanni eftir um 50 ár frá því þetta merkilega félag starfaði. Er ekki laust við, að þar sé brugðið upp nokkuð nýrri mynd af ýmsum mönnum, sem þjóðfrægir voru — og eru. Á bls. 73—74 er getið um Sigurð Jónsson Breiðfjörð og sagt, að Iiann hafi farið til Ameríku sumarið 1886. Svo mun ekki hafa verið. Sigurður fór í Latíuskólann og dó, áður en hann lyki námi, eftir því sem ná- kunnugir menn herina. Eg hlakka til að sjá framhaldið af endurminningum Mattliíasar Þórð- arsonar og þakka honum fyrir þessa hók. Þorsteinn Jónsson. ÆVISAGA JÓNS SIGURÐSSONAR. Dr. Páll Eggert Ólason hefur samið styttri ævisögu Jóns forseta Sigurðssonar en þá, sem Þjóðvina- félagið gaf út á árunum 1929—1933, og er þó þessi hin síðari sagan mikið verk, nál. 500 bls. í Skírnisbroti. Titillinn er: Jón SigurSsson. Foring- inn mikli. Líf og landssaga. Rvk. 1947 (ísafoldarprentsmiðja h.f.). Sag- an hafði komið út í heftum sem ein Bókinenntafélagsbókanna. En ísa- foldarprentsmiðja h.f. hefur nú gefið liana út í heild og sent á bókamark- aðinn í vönduðu skinnhandi fyrir kr. 60,00, sem verður að teljast mjög ódýrt eftir núverandi verði á hókum. Fjöldi mynda af mönnum, innlend- um og erlendum, sem koma við, ævi- sögu Jóns, og þá um leið sögu lands vors, prýða lesmálið. Jón Sigurðsson hefur vaxið, að verðleikum, í vitund íslenzku þjóð- arinnar, eftir því sem árin liðu, og enn á hann eftir að vaxa, eftir þvi sem þjóðin vex sjálf að styrkleik og sjálfstæði. Hann er að verða þjóðar- dýrðlingur. Ævisaga lians, eins og dr. Páll liefur frá henni gengiö, gefur sanna og skýra mynd af því mikla verki, sem hann vann í þágu þjóð- arinnar. í sínum alhliða mikilleik opinherast oss söguhetjan, við lestur þessarar bókar. Óliilandi starfsþrek, stjórnvizka og brennandi ættjarðar- ást sameinast í persónu Jóns Sigurðs- sonar. Saga lians um langt skeið er saga frelsisharáttu umkonnilítillar þjóðar, sem varð máttug fyrir lians verk. Margir ágætir menn lögðu þar liönd að, en hann var leiðtoginn, sein markaði stefnuna og ruddi hrautina- Þannig er frá sagt og á efni lialdið í þessari hók, að ekki gleymist. Þetta er .hók, sem þjóðin hefur gagn °8 ánægju af að lesa, ekki sízt unga kynslóðin, sein á að erfa landiö. Sv. S. VIRKIÐ í NORÐRI. I. bindi. R”ífc 1947 (ísafoldarprentsmiSja h.f Verð ib. kr. 100.00. Þafl lá svo sem í lilutarins eðli* ekki myndi lengi dragast að rilíl

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.