Eimreiðin - 01.04.1953, Page 12
Við þjóðveginn
Úrslit
alþingis-
kosning-
anna.
30. júní 1953.
^LDREI hafa úrslit kosninga til alþingis á íslandi orðið eins fljótt
kunn og þeirra, er fram fóru sunnudaginn 28. júní 1953. Að
sólarhring liðnum frá því að kjörfundum lauk voru úrslitin af
öllu landinu kunn í meginatriðum. Kosningabaráttan var allhörð
og blandin persónulegri áreitni að gömlum, en ekki góðum, ís-
lenzkum sið. En nú er allt dottið í dúnalogn. Flokksforustan sú,
er illa varð úti, sleikir sár sín og ber sig borginmannlega. Hin,
sem hyggur sig hafa hækkað að áliti og atkvæðamagni, lítur nú
með mildi á andstæðinginn og varpar öndu léttilega. Flokkarnif
sex, sem baráttuna háðu, geta nú aftur litið hverir
aðra, án þess að hella úr skálum reiðinnar, að minnsta
kosti um stundarsakir. En nú eru stjórnmálaflokk-
arnir í landi voru sex orðnir í stað fjögra, en ættu
að réttu lagi að vera tveir.
Þátttaka í þessum alþingiskosningum varð örlitlU
minni en í þeim síðustu, árið 1949. Nú kusu 78.758 manns eða
87,4% þeirra, er á kjörskrá voru, en þá 89% kjósenda. Atkvæði
skiptust þannig milli flokka, að Alþýðuflokkurinn fékk nú 12093
atkvæði, en 11937 atkv. árið 1949, Framsóknarflokkurinn 16959,
en 17659 atkv. 1949, Sósíalistaflokkurinn 12422, en 14077 atkv.
1949 og Sjálfstæðisflokkurinn 28738 atkvæði, en hafði 28546 atkv^
í kosningunum 1949. Þingmannafjöldi þessara flokka verður nú
þannig, að Alþýðuflokkurinn fær á þing 1 mann kjördæmakosinn
og 5 uppbótarþingmenn, Framsóknarflokkurinn 16 kjördæmakosna
þingmenn, Sósíalistaflokkurinn 2 kjördæmakosna og 5 uppbótar-
þingmenn, en Sjálfstæðisflokkurinn 21 kjördæmakosinn þingmann-
Við bætast 2 þingmenn frá hinum nýstofnaða Þjóðvarnarflokki,
en enginn frá Lýðveldisflokknum, öðrum hinna tveggja nýju
flokka. Sitja því 6 Alþýðuflokksmenn, 16 Framsóknarmenn, 7
Sósíalistaflokksmenn, 21 Sjálfstæðisflokksmaður og 2 Þjóðvarnar-
flokksmenn, eða samtals 52 þingmenn, á næsta alþingi, ef út*
reikningar flokkanna standast og Landskjörnefnd gerir þar enga
breytingu á, en úrskurður hennar um uppbótarþingmenn er enh
ekki fallinn, þegar þetta er ritað.
Mörg voru þau mál — og sum ómerk —, sem flokkarnir deiIdu
um í kosningunum. En stórmál voru einnig þeirra á meðal, °9
má nefna stjórnarskrármálið og landvarnirnar.