Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1953, Side 16

Eimreiðin - 01.04.1953, Side 16
88 HEIMSÓKN eimreiðiN þó hrakað í útliti síðustu árin, þessi ár, síðan landnámsmaðurinn Jón Sigurðsson, tómthúsmaður, — maðurinn hennar Prjóna- Boggu, — dó. Síðan höfðu engar hendur verið til að dytta að honum, nema þá hennar eigin hendur. Það voru að vísu góðar prjónahendur, en þeim var ekki að sama skapi sýnt um grjót- hleðslu og trésmíðar. En það gerði svo sem ekki mikið til með kofaskömmina, bæði var það, að hann mundi sennilega lafa upp1 að mestu fokheldur svo lengi sem gamla konan hjarði, og að hinu leytinu þurfti hún náttúrlega alls ekki að vera komin upp á kofaræksnið lengur. Hún átti nú það fólk að í Reykjavík. Vita- skuld var oft og mörgum sinnum búið að leggja að henni að flytja suður, hvort heldur hún vildi til prófessorsins, sonar síns, eða læknisins, tengdasonar síns; þó það nú væri. En það er svona, þetta gamla fólk. Hún kaus heldur að hýrast í kofagarminuni í gilinu, prjónandi sokka og sjóvettlinga fyrir sjö og fimmtíu, þar til æviþráðurinn væri rakinn til enda, heldur en flytja 1 hornið til barnanna sinna og eyða þar ævinni eins og hlómi 1 eggi- Og hún var nú þarna enn, gamla konan, en árin hennar voru víst ekki talin af neinum á Langeyri, nema henni sjálfri. Og svo komst hún allt í einu i blöðin. Menn lásu það í morgun- blaðinu sínu, sem kom með Katalínunni einn sumardag upp úr hádeginu, að frú Guðbjörg Sveinsdóttir, Efstabæ á Langeyri, væri sjötíu og fimm ára í dag. Hver var það nú? Það getur vafizt nokkra stimd fyrir kunnugum að sjá allt 1 einu fullt skírnarnafn náunga sins á prenti. Jú, auðvitað vai' þetta hún Prjóna-Bogga í Efstakofanum. Og svo lásu menn frarri' haldið: Hún er ekkja eftir Jón Sigurðsson, tómthúsmann þar á staðn- um, sem nú er látinn fyrir nokkrum árum. Guðbjörg hefur lifað öll sín manndómsár á Langeyri og er vinsæl og vel látin af öllum, sem hana þekkja, en þeir eru margir. Hún eignaðist tvó börn með manni sínum: Sigurð, prófessor við Háskólann, og Gerði, konu Sveins Árnasonar, læknis í Reykjavík. Blaðið árnar frú Guðbjörgu allra heilla á þessum merku tímamótum aevi hennar. Skárra er það!

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.