Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1953, Side 18

Eimreiðin - 01.04.1953, Side 18
90 HEIMSÓKN eimreiðiN þeim, og það var jafnsnemma, að hún kom út úr kofanum og venzlafólkið sté upp á stéttina, framan við stafninn. — Guð blessi ykkur, sagði konan og stóð dolfallin í sömu sporum. Hún gat ekkert annað sagt, og svo tók hún á móti koss- um barna sinna og handabandi tengdabarna og barnabarna- Þetta kom svo óvænt, að hún vissi varla hverjum hún var að heilsa í það og það skiptið, gleymdi algengustu kurteisisvenjum og hörfaði svo eins og ósjálfrátt á hæli inn í kofann sinn á undaxi gestunum, án þess að bjóða þeim formlega til stofu. En það gerði ekkert til. Þetta var hennar fólk, og það gerði sig heimakomið. Innan skammrar stundar var það allt komið inn á pall og allur farangur þess einnig, sem var ekkert smáræði- Gamla konan lét fallast á kistil aftan við rúmið og reyndi að gera sér grein fyrir öllu þessu fólki og öllu þessu tilstandi. Það varð skuggsýnt í litlu baðstofunni á meðan gestaskarinn hring- snerist á gólfinu utan um föggur sínar. — Eruð þið þá virkilega komin öll sömul til kerlingarinnar i Efstakofanum, sagði gamla konan og reyndi að brosa við fólkinu, en röddin var samt ekki alveg laus við klökkva. — Já, mamma gamla, svaraði Sigurður prófessor, og studdi hönd á öxl móður sinnar. —- Við erum reyndar öll komin. Eu þekkirðu nú allt þetta fólk? Hér er til dæmis kominn Jón, sonur minn, cand. júris, og hann benti á ungan, fullháan mann, sem var að kveikja sér í vindli og púaði reyknum beint upp í loftið- — Og hérna er líka komin Guðbjörg Sveinsdóttir, fimmtíu árum yngri en þú mamma, sagði Gerður læknisfrú og kynnti þar dóttur sína, hina föngulegustu blómarós. — Hún hefur nu stúderað í fjögur ár við Columbíaháskólann. — Ójá. Þau eru orðin fullorðnar manneskjur, áður en amrna gamla veit af, blessuð börnin. Og ekkert hefur hún getað gert fyrir þau, aumingjana. Hefurðu annars nokkuð getað notað af þvi, sem ég hef verið að reyna að koma upp á hana, Gerða mín? — 0, þú átt ekki að vera að þessu sífellda prjóni, mamrna- Það tilheyrir ekki okkar tíma. Vélarnar eiga að gera þetta. Hand- prjón er bara sport fyrir þá, sem ekkert annað hafa við tímanU að gera, sagði dóttirin og gaf til kynna með látbragði sínu, að þetta mál væri eiginlega ekki beint áríðandi umræðuefni. — 0, ég held þær geri ekki annað þarfara, þessar kerlingar eins

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.