Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1953, Page 24

Eimreiðin - 01.04.1953, Page 24
96 HEIMSÓKN eimreip11' — Vill frúin ekki reykja með? spurði frú Jónsson og hélt að henni vindlingum. — Nei, takk, hef aldrei brúkað tóbak mn ævina, sem betur fer- •— En gjörðu svo vel að ná þér í það, sem þú helzt vilt ^ brauðinu, og svo er hérna líka gott í skál. — Takk fyrir, góða mín. -— Er ekki ball i kvöld, amma? spurði ungfrú Guðbjörg. — Jú, ég held það sé nú aldeilis að verða ballfært hérna 1 kofanum. Ekki væri mér það á móti skapi, að þið færuð í snúH' ing, þegar við erum búin að drekka. -—- Ég meina ball í bænum, — hérna í þorpinu. Er ekki sarrt' komuhús? — Ja, jú, það er hérna niður á Eyrinni. Ég held það geti svo sem verið ball þar í kvöld, þó ég viti það ekki, góða mín. — Það væri nú fallegra af ykkur að hugsa heldur um a^ skemmta henni ömmu ykkar þessa kvöldstund en að fara a^ þjóta út í bæ, sagði læknirinn. —- Ætli það sé ekki nóg fyrir hana að hafa ykkur í kringu111 sig, hélt ungfrúin og drakk sína eigin skál. Förum við ekki Nonni? — Jú, á slaginu, svaraði Jón Sigurðsson og stóð strax upP’ Ungfrú Guðbjörg tæmdi bikarinn í skyndi og bjóst síðan eininí til ferðar. — Þið komið svo bara á hótelið, krakkar mínir. En verið þ11'1 nú ekki alla nóttina að þvælast úti, því að við þurfum að legg)a snemma upp í fyrramálið, sagði prófessorinn og hagræddi sitj" andanum. Það var víst nagli eða kvistur í koffortinu. — Æi, það er verst, að þau þurfa að gista á hótelinu. kvað vera svo voðalega dýrt, sagði amman, mæðuleg. En þa^ gerir nú náttúrlega ekki betur en þið hjónin hafið hægð á ykU11 í þessum rúmfletum hérna. — Við verðum öll á hótelinu. Við erum búin að gera alb*1 ráðstafanir. Enga fyrirhöfn okkar vegna, fullyrti prófessorinn hellti aftur í glös þeirra, sem vildu. — Þó ekki væri, sagði frú Jónsson. En hvað má bjóða frúnH1 Einn kóka til, kex eða smurt? — Bless! sögðu barnabörnin. Og eru þau úr sögunni. i?

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.