Eimreiðin - 01.04.1953, Blaðsíða 28
100
I-IEIMSÓKN
EIMREIÐlf1
hlaut hún einnig að vera. Og þó sofnaði hún ekki fyrr en langt
var liðið á kvöld, með þá vissu í huga, að þetta gat hún ekki.
bara ekki þetta, — og það stóðu tár í djúpum og hrukkóttun1
augnakrókum hennar.
Aflíðandi miðjum morgni renndi bíll prófessorshjónanna upp
að efsta kofanum í gilinu. Frú Jónsson sté geispandi upp á stétt-
ina og tók sér réttstöðu þar, en maður hennar gekk umsvifalausí
inn. Bærinn var opinn.
—- Mamma, sagði hann um leið og hann leit inn í baðstofuna-
Ertu komin á stjá?
Gamla konan stóð álút við rúmið sitt og strauk fellingar a
pilsi sínu.
— Sæll og blessaður, Sigurður minn, svaraði hún og rétti sig
upp, en stóð þó kyrr í sömu sporum.
— Já, ég er svo sem komin ofan, enda væri það nú skárra.
— En nú erum við í þann veginn að fara, sagði hann lág1
og kom inn á gólfið. Ertu ekkert farin að taka þig til?
— Nei. Við skulum ekkert hugsa meira um þetta. Það er ekk1
hægt. — En ósköp voru þið góð að koma til mín öll saman.
— Hvað ertu að segja, mamma? spurði hann, en þó án undf'
unar og gekk til hennar. — Þetta var þó afráðið í gærkvöldi, —'
og ég vil helzt ekki, að þú sért hér ein lengur.
— Æjú, það er áreiðanlega það bezta. Þú mátt trúa því, Sig'
urður minn. Ég hef ekkert að gera til Reykjavíkur — eins og
ég er.
I þessum svifum kom frúin inn og bauð góðan dag fram vit
dyr. Er hún þá ekki alveg til, hætti hún svo snöggt við og beind1
hvössu augnaráði til mannsins. — Við megum ekkert tefja.
verð að fara að komast af stað, svo ég geti sofið. Þú veizt, hva1*
ég er langt niðri, Sigurður.
-—■ Hún er að tala um að fara ekkert, sagði Sigurður dræn11
og leit niður fyrir sig. — En ég er bara svo óánægður með a®
hafa hana lengur í þessum kofa.
— Það amar ekkert að mér, hörnin mín, og kofinn er góðu1 •
það sem hann nær. Mig vanhagar svo sem ekki um neitt á nteð'
an ég hef heilsuna og get haldið á prjónum, sagði gamla kona11’
sannfærandi, og bætti svo við eftir andartaks hvíld: — Og sV°