Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1953, Page 70

Eimreiðin - 01.04.1953, Page 70
142 1 HELJARGREIPUM EIMREIÐI^ / veðurfari meinlausu vetrarkvölds í ró þeir vitjuðu nú barnanna í kotiö, grafiö snjó. Þau hlýðin beðið mömmunnar höfÖu langar stundir og hjúpa'ö litlu kroppana brekáninu undir. í skugga dagsins feiknstafa — skiljast mátti bert — að skyldu sína drengurinn litli heföi gert, en þeirra daga merki liann bœri alla œvi, var aldrei tali'ö grunlaust, né vera fjarri liœfi. En hvern mun furöa, að ekkjunnar hlökkun vœri brýn aö heimta fyrir nóttina aftur börnin sín? en — þá var uppleyst heimiliö hennar varanlega, því lilaut in mikla gleÖi aö blandast sárum trega. Meö aöstoö hundsins, bóndann þeim fljótt að finna gekk, sem freöinn yfir œkinu sínu dauöur hékk, um hartnœr kílómetra frá heimiiinu sínu, og horfði brostnum augunum þangað rétta línu. Og bústofn hennar fluttur á bœi nœstu var, — því boöor'ðiö um hjálpsemi gilti líka þar. í kreppu strangra harðinda, kjörum harðla þröngum, að kœrleiks boði tíðum var miðlað smáum föngum. í fylling tímans barn sitt, sem gestur enn, hún ól, — því auðnaðist samt varla að líta jarðar sól. Ei héráðsbrestur taldist, úr heim þó kornbarn fœri, og hafði mjög þá tíðkazt, þó smœrri orsök vœri. Með áðstoð góðra manna hún ól upp börnin sín, svo eflaust liennar þakklœti vel á mörgum hrín. Eg mildu, gömlu konunnar minnist alla daga, — en mörgum var ei kynnt hennar þroska- og raunasaga. Og mönnum fyrntist slysið í minni. Tíminn leið, og Melur byggðist aftur um nokkurt ára-skeið. Þar föllnum tóftum undir er falin allmörg saga, er ferðalangsins athygli af hending til sín draga. Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.