Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1953, Page 37

Eimreiðin - 01.10.1953, Page 37
A AUSTURLEIÐUM ENN. „Fólki lítiS fjölgar þar, — fossar prýSa hlíSarnar —. GististáSinn þekkiS þiS, þaS er elliheimiliS. Þótt nóttin blœju breiSi, þá blikar máninn skcer: Fullur á FjarSarheiSi fölum geislum slœr.“ Svo var eitt sinn kveðið i áaetlunarbíl á Austurlandsleiðum. Nú var regn á Fjarðarheiði og gistihús komið á Seyðisfjöið. bokunni létti á heiðarbrúninni. Fjörðurinn opnaðist eins og geysimikil gjá milli snarbrattra fjallanna, þar sem hvítfyssandi lækirnir steypast stall af stalli. Brátt heyrum við niðinn í Fjarð- ará og sjáum í nýjan foss við hverja bugðu á veginum, en þæi eru furðu margar niður dalbrekkurnar. Þarna er kjarr við bjarðarsel; kvenfélögin eiga þar myndarlegan skógarreit. Ein- hvers staðar á þessum slóðum fann Helgi Valtýsson lyngbúa fyrir löngu. Getur ekki einhver Seyðfirðingur endurfundið hina fögru, bláblómguðu jurt? Oft er logn og hiti á Seyðisfirði á surnrin, enda sýna hinir gróskumiklu trjálundar það greinilega. Munu Norðmenn hafa riðið á vaðið með trjáræktina í fyrstu, enda slíku vanir heima hjá sér. En bæði lærðir og leikir Seyð- firðingar hafa reynzt góðir lærisveinar. Alls staðar er lif á iandi og sjó. Mosar og skófir lita jafnvel dautt grjótið og lífga það. Erlendis eru lœknar og prestar viða forgöngumenn um garð- rækt og náttúruskoðun. Mun einnig stefna í þá átt hér á landi. Mörg eru til lækningagrösin, og skoðun guðs dásemda úti í náttúrunni getur verið á við góða predikun. „Garðurinn ei heilsulind heimilisins,“ segir gamalt spakmæli. Gangið sjáandi uni gróðurinn, athugið dýralífið og jörðina, sem við göngum á, aEs staðar er margt að sjá og skoða:

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.