Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1957, Side 42

Eimreiðin - 01.04.1957, Side 42
114 EIMREIÐIN kominn, en hann galt henni kveðjuna með mannúðlegu brosi eins og öllum öðrum viðtalendum. Húsbóndinn kom inn til hans, rjátlaði um og skotraði til hans augum. „Baðið er hérna frammi," sagði hann, „ef þú vilt þvo þér. Svo eru þar líka rakáhöld, ef þú vilt...“ Hann vísaði honum fram, áður en hann hafði játazt undir nokkurn þvott. Reyndar var hann skellóttur í andliti af göml- um og nýjum óhreinindum. Hendur hans voru blakkar og giómteknar. Hann strauk framan úr sér og gutlaði af hönd- um, en bætti svo á sig úr flöskunni og blandaði sér nýjan drykk úr spíritusglasinu. Honum leið betur, og ljósin voru ekki eins skerandi björt og áður, þegar hann kom inn. Það var lítið talað við borðið, meðan hátíðamáltíðarinnar var neytt. Húsbóndinn reyndi þó að hefja umræður og talaði óeðlilega hratt. Hann hvarflaði frá einu umræðuefni í annað og kreisti upp úr sér hlátur. Svo sló í þögn. Gesturinn neytti lítils. Eftir máltíðina sat hann kyrr nokkra stund, kvaldi sig til þess að muna, hvar hann væri staddur, slökkti aldrei bros sitt, en stillti sig um að tala við sjálfan sig. Utan af götunni heyrðust nú sprengjuhvellir og öskur í unglingum. Eftir að Konráði hafði verið vísað á snyrtiherbergið, fór hann fram með stuttu millibili. Þar var eini griðastaðurinn á þessu heimili. „Við erum að hugsa um að skreppa út um tólf leytið,“ sagði húsbóndinn eitt sinn, er Konráð kom inn. „En þú getur verið hér eins og þú vilt.“ Gesturinn bað þau að hafa engar áhyggjur af sér, en impr- aði á méð nokkrum ákafa, að réttast mundi fyrir sig að fara til gamla mannsins úti á kambinum, hann mundi hvort eð er vonast eftir honum. „Það gerir þú á morgun," sagði húsbóndinn. „í kvöld og nótt verður þú hér.“ Konráð þagnaði og virtist taka útgöngubanninu með þolin- mæði. Nokkru seinna gekk hann út úr stofunni, og í þetta skipti læddist hann fram hjá snyrtiherberginu. Hann lokaði hljóð-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.