Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1957, Side 73

Eimreiðin - 01.04.1957, Side 73
FRÁ NORÐUR-ÍRLANDI 145 Stormont. stjóri hennar. Ekið var um Antrim og Down greifadæmi. Hvarvetna á undirlendi var allt grösugt og gróðri vafið, en fjöllin voru mörg nakin, eins og fjöllin heima, en gróður teYgði sig allhátt upp eftir hlíðum annarra. Sveitabýlin, stór °g smá, voru öll aðlaðandi, og víðast vel byggt og limgirð- lngar milli akra, nema upp til fjalla. Þar voru steingarðar, enda nóg af grjótinu. En hafizt hefur verið handa um að þckja hlíðarnar skógi, þar sem nokkur jarðvegur er, og all- Vlða getur að líta fögur belti ræktaðs skógar, en um þetta sér Skógrækt ríkisins. Mér fannst landið ákaflega fagurt, víðast vinalegt, en sums staðar hrikalegt og stórfenglegt, og kom það mér óvænt. Nefni eg þar til Þagnardal eða Dalinn þögla (Silent valley). í sum- nm byggðum voru lághæðir, sem voru ræktaðar alveg upp á k°]] __ Qg e£st ^ sumum voru íveruhús bændabýlanna, og hefur svo verið frá fornu fari. Hafa írar til forna reist bæi sína þar, sern sá vítt yfir, eins og landnámsmenn á íslandi. Ekið var skammt frá hinu fræga Neagh-vatni (Lough Neagh), sem er lnesta stöðuvatn Bretlandseyja og jafnvel allrar álfunnar, og Slðar um hina frægu smáborg Downpatrick, þar sem Patrekur e,gi. er kristnaði írland, var grafinn, að því er sagnir herma.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.