Eimreiðin - 01.01.1966, Qupperneq 16
Handritadeilan
séð frá dönskum sjónarhóli
Eftir Jörgen Wiehe.
Forsenda þess að ég skrifa þetta ófullkomna yfirlit yfir handrita-
málið er að nokkru leyti sú, að föðurafi minn var Holger Wiehe.
Ef til vill muna íslendingar ekki eftir honum lengur, en hann var
einn hinna fyrstu Dana, sem þýddu óbundið íslenzkt mál á dönsku.
í bókaskáp mínum á ég þýðingar eftir hann af sögum Gests Páls-
sonar og Einars H. Kvaran. Þegar ég var ungur las ég þessar sögur,
og pabbi sagði mér oft frá dvöl afa á íslandi. Þetta vakti áhuga
minn, og síðan hef ég oft ráðgert ao fara til íslands, þó að ekkert
hafi orðið úr því. Afa þótti vænt um ísland, og mér hefur verið
sagt, að hann hafi eitt sinn, er lronum fundust landar sínir sýna
tómlæti gagnvart málefnum íslands, viðhaft þessi ummæli: „ísland
á marga trygga vini í Danmörku, en peir eru í fylkingum alþýð'
unnar og eiga ekki yfir þeim voþnum að ráða, sem geta knúið
stjórnmálamennina til réttari skilnings.“
Athygli mín á þessurn málum vaknaði fyrir alvöru, er ég fyrit'
allmörgum árum heyrði íslending ræða um þá alþýðufylkingu, sem
ein gæti unnið gegn hinum vísvitandi and-íslenzka áróðri, sem þa
bar á í Danmörku. Fyrirlesturinn fjallaði um afstöðu dagblaðanna
til sambandsslitanna 1944, og ræðumaðurinn var Bjarni M. Gísla-
son. Síðar var liann oft nefndur í blöðunum, bæði í sambandi við
fyrirlestra í samkomuhúsum landsbyggðarinnar og greinar í blöð-
uhum. Mér flaug þá í hug, að kannski væri það ætlun þessa kjark-
rnikla íslendings að gefa fylkingu alþýðunnar þau vopn í hendur,
sem afi minn hafði talað um. Ég fór að lesa greinar hans og eins
þær greinar, sem beindust gegn honum, og þar sem þær árurn sam-
an fjölluðu um handritamálið, tók ég að kynna mér það eftir
öðrum leiðum. Og þá varð mér æ ljósara, að hin dularfullu orð
afa míns studdust við staðreyndir. Þjóðarhreyfing hafði skapazt til
baráttu við íhaldssinnuð öfl, sem einkum stóðu í sambandi við
háskólana og voru mjög gamaldags þjóðernissinnuð. Baráttan stóð
um meiri skilning á íslandi rneðal vor Dana og sannari og nor-
rænni afstöðu gagnvart íslandi.