Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1966, Side 22

Eimreiðin - 01.01.1966, Side 22
10 ElMREIÐlN um handritamálið, „De islandske hándskrifter — stadig aktuelle' • Það kom fyrst út 1954 og önnur útgáfa 1955. Frá fyrstu til öftustu síðu er ritið gagnrýni á nefndarálitinu. Hann dregur mjög í efa vísindalegt gildi og áreiðanleik álitsins, og málflutningur hans er svo rólegur og nákvæmur, að ekki var unnt að skella skollaeyrum við honum. Svar Bjarna við áliti nefndarinnar kom miklu róti á málin. Rtt hans var rætt á öllum Norðurlöndum, en hér er ekki rúm til að geta allra blaða, sem skrifuðu um það. Þekktir sérfiæðingar viður- kenndu það og hrósuðu því mjög. Hér skal aðeins nefnd ritgerð í „Dagbladet“ í Oslo eftir formann norska rannsóknarráðsins, dr. phil. Hallvard Mageröy, og neðanmálsgrein í „Morgenbladet“ i Oslo, eftir dr. Ivar Eskeland. Ennfremur kom heillar síðu grein i finnska stórblaðinu „Helsingin Sanomat“ 17. febr. 1957, eftir dr. Toini Havu. Loks ritaði sænskur útgefandi íslendingasagna, dr. phil. Áke Ohlmark, langa grein í „Aftenposten“ í Stokkhólmi með fyrirsögninni: „Skilið íslandi aftur handritum þess!“ Hann átti við íslenzku handritin í Svíþjóð, og greinin var skrifuð vegna áhrifa frá bók Bjarna M. Gíslasonar, sem hann fór mjög lofsamlegum orðum urn. En langmest áhrif hafði rit Bjarna í Danmörku, sem eðlilegt var. Einn af andstæðingum afhendingarinnar, cand. mag. Niels Áge Nielsen, viðurkennir í grein í „Árhus Stiftstindende“ 23. febr. 1955, að Bjarna hafi tekizt að senda „hvassar örvar inn á milli hringanna á þeirri brynju, sem menn héldu að væri örugg, hið vísindalega nefndarálit". Upp frá þessu verður Bjarni M. Gíslason fyrir mörgum skeytum andstæðinganna. En hann hafði auðsjáan- lega undirbúið sig vel undir átökin, því að um það eru allir sam- mála, að í þeim deilum, sem nú urðu, tapaði hann ekki fótfestu, heldur vann á jafnt og þétt og fékk stöðugt fleiri til liðs við sig. Þetta hafði sterk áhrif meðal lýðháskólamanna, þar sem menn höfðu traust á málflutningi hans, og þó að lýðskólamenn hefðu verið hikandi um stundarsakir, risu þeir nú upp sem einn maður og réðust beint að hlutdrægninni í röksemdaleiðslu háskólamanna. Askov lýðháskóli bauð höfundum nefndarálitsins að svara Bjarna M. Gíslasyni í sérhefti af tímaritinu „Dansk Udsyn“, sem lýðháskól- arnir gefa út. En þeir færðust allir undan því. Þá gaf Askov lýð- háskóli út litla bók, „Island—Danmark og hándskriftsagen“, árið 1957. Fyrsta grein bókarinnar var eftir forseta íslands, hr. Ásgeir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.