Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1966, Side 30

Eimreiðin - 01.01.1966, Side 30
18 EIMRElÐlN og hjátrú á lærðri yfirstétt, sem hafði gefið Dönum allan heiður- inn af starfinu við handritin frá upphafi. Að dönskum andstæðingum afhendingarinnar varð starfsemi Bjarna ljós, sannast af því að haustið 1964 varð hann fyrir árás af Viggo Starcke, fyrrv. ráðherra, í „Bergens Tidende“ í Bergen, en það er þriðja útbreiddasta blað landsins. Starcke fullyrðir 1 greininni, að Bjarni hafi ekki aðeins skaðað Danmörku með bók- um sínum og fyrirlestrum, heldur einnig ísland. Þessi ár einkennast ekki eingöngu af áköfum blaðaskrifum 1 málgögnum íhaldsmanna og nokkrum hluta vinstriblaðanna, í þvl skyni að koma í veg fyrir afhendingu handritanna, en einnig af talsverðri bókaútgáfu. Þekktastur varð ritlingur eftir próf. Bröndum- Nielsen („Fakta om de islandske hándskrifter“, Staðreyndir um >s' lenzku handritin). Bjarni svaraði prófessornum í „Höjskolebladet og háði stutta ritdeilu við útgefendur ritsins. Annar kunnur ritling- ur var handritabók Poul Mpllers. í raun og veru er ritlingur þessi mestmegnis afrit af þeim stöðum í nefndarálitinu, sem Bjarni hafði hrakið. Eigi að síður kallaði próf. Westergárd-Nielsen ritling þennan einstætt verk, er gæti kallast „bókin um handritin". En andstæðingarnir gáfu einnig út góðar bækur þessi árin, svo sem „Islandske hándskrifter og dansk kultur“ (íslenzk handrit og dönsk menning) og „Norrön fortællekunst“ (Norræn frásagnarlist). Loks gaf Palle Lauring rithöfundur út bækling, en hann var of ein- hliða til þess að nokkur tæki hann alvarlega. Venjulegur danskur lesandi, sem hafði fylgzt með þessum lang- varandi deilum og minntist fylgismanna afhendingarinnar og bar- áttu þeirra áður en frumvarpið var samþykkt árið 1961, hlaut að furða sig á því, að nú virtist svo sem andstæðingarnir hefðu unn- ið á. Nefna má þó, að dr. Holger Kjær skrifaði nokkrar góðar grein- ar í „Höjskolebladet“ og „Berlingske Tidende". Dr. Jens Kruuse og Poul Engberg lýðháskólastjóri birtu greinar í „Jyllands-Posten' og Jörgen Bukdahl í „Flensborg Avis“. En aðalmálgögn þeirra, er ganga vildu til móts við íslendinga, voru „Aktuelt" og „Krisfeligt Dagblad“, en í það skrifaði Bent A. Koch ritstjóri þungvægar for- ustugreinar og deildi á rit Poul Mpllers í neðanmálsgrein. Loks er líða tók að lokum, birti „Kristeligt Dagblad“ greinar eftir Jörgen Bukdahl. En Bukdahl hafði árum saman stutt málstað íslend- inga í handritamálinu, sem og öðrum sögulegum deiluatriðum. Nefna má ennfremur S. Haugstrup Jensen lýðháskólastjóra, sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.