Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1966, Síða 42

Eimreiðin - 01.01.1966, Síða 42
30 eimreiðiV daga á bæ og vildi hún fúslega vinna eitthvað til gagns, enda vai liún aldrei talin á vergangi alin. Vildi hún gjarna gæta barna og varð hún fljótt mikil vinkona þeirra. Og við fé gat hún gengið. Var mesta furða hve margt hún gat unnið. Það var eirðarleysi, sem olh flakki hennar en eigi leti. Hafði það þjáð hana alla tíð síðan Þórarinn Máhlíðingur maður hennar var flæmdur af landi brott. Og nú gekk hún heim að Kjalvararstöðum í Reykjardal nyrðn- Þar bjó Kjalvör vinkona hennar, er hún hafði kynnst í Vatnsfirði- Jafnkomið var á með þeim, Auði og Kjalvöru, er báðar höfðu niisst bændur sína á þann veg að þeir hurfu til útlanda, og var borin von að þeir kæmu til íslands aftur. Af Þórarni manni Auðar hafði það eitt frétzt að hann hafði gengið í flokk víkinga, sem ætluðu út til Mikla- garðs og vildu gerast Væringjar. Hólmsteinn maður Kjalvarar hafði farið í víking í vesturveg og var það hald manna að hann hefði fallið í miklum bardaga á írlandi. En sonur Kjalvarar, Snæbjörn Hólm- steinsson, fór í landaleitan, fann þá Grænland, en var svikinn þat' af skipverjum sínum og drepinn, eins og segir í sögunni af Snæbirni galta. Auður gekk tröðina heim að bænum og kvaddi dyra. Hún sá að fólk starfaði á engjum. Kjalvör kom sjálf fram og tók forkunnar vel á móti gestinum, er hún kenndi Auði. Þær gengu í skála og að skuth nær því borði, er mikið skapker stóð á, af miði fullt. Þar var pallui að sitja á og hægindi góð. Kjalvör hellti justukönnu eina fulla af miði og setti silfurbikar fyrir Auði, hafði annan sjálf, renndi í bik- arana og signdi yfir. Síðan leit hún upp og brosti við vinkonu sinm- Auðséð var að allmjög var nú Kjalvör orðin aldri orpin, hárið mjall- hvítt og bogið bak. En skapið og kjarkurinn héldu enn sinni fornu reisn. „Hefur þú nú látið skírast, Auður?“ „Eigi enn,“ svaraði Auður og brosti glettin. „Hví eigi?“ spurði Kjalvör alvarleg. „Mér þótti vatnið kalt. Síðan var ég brynsignd.“ „Prímsignd munt þú verið hafa,“ leiðrétti Kjalvör. „Það er skemmri skírn, sem veitir þér rétt til að samneyta kristnum jafnt og heiðnum. En þetta gefur þér þó engan rétt til þess að ganga í kirkju og leysir þig eigi undan erfðasyndinni. Kona, þú verður að láta skírast.“ Auður brosti og dreypti á miðinum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.