Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1966, Side 44

Eimreiðin - 01.01.1966, Side 44
32 ElMREIÐltf „Hel hefur umráð yfir mörgum vistarverum. Mun hún eigi vl®a mér í hinn versta staðinn. Eigi ægir mig það. Og heldur vil eS þangað fara en í víti kristinna manna, því að það er sá staður, sern hræðir mig mest og aftrar mér helzt frá að láta skírast til kristninnar. „Eigi þarft þú að óttast slíkt, Auður, engi stórsyndari ert þu- „Boðorð kristinna manna eru ströng,“ mælti Auður. „Eigi treyst1 ég mér til að halda þau öll alla tíð. Ég er fátæk kona og á ekkert fe til þess að kaupa mér syndalausn ef eitthvað út af bregður. Og 1111 eru allir kristnir menn í óða önn að leggja fram fé til kirkjugerðúr út um allar jarðir. Sumir gefa fé um leið og þeir eru skírðir. Jafnvel auðugir misendismenn gefa stórfé og eru síðan syndlausir og hvú- þvegnir í blóði lambsins, segja lærðir rnenn. En hvað á vesaling111 minn að gefa? Ég er einhend, fátæk göngukona, ligg oft úti á milh bæja eins og sofandi sauður og hef oft eigi annað til matar nrér en að sjúga birkivið." Nú drukku þær mjöðinn þegjandi um stund. Kjalvör skaut augum í skjálg og varð litið á armstúfinn Auðar einhendu. „Hvíti-Kristur er friðarins guð,“ sagði hún. „Og munu fáir hafa gefið meira en þú, Auður.“ „Ég lief aldrei gefið neitt,“ sagði Auður og leit upp undrandi- „Þú hefur gefið hönd þína, Auður. Og á degi dómsins getur þu sýnt armstúf þenna. Mun þá drottinn allsherjar minnast Mávahlíð' arbaidaga og sögu Auðar í Mávahlíð.“ Auður flýtti sér að fela armstúfinn í kiltingu sinni. „Eigi gaf ég höndina, Kjalvör, henni var rænt af mér.“ „Þegar þú hljópst í bardagann, Auður, hefur þti víslega vitað að þú hættir lífi þínu. En þú vildir jafnvel fórna því til þess að stilla til friðar. Þótt þér tækist það eigi að fullu, þá sýndir þú samt hetjm hug, að vísu ásmóð og drenglund á heiðinn hátt, en um leið hæfm til kristilegs hugarfars. Og mun þetta verða þér til nokkurs fulltmg' is og þó eigi endast þér til fullrar sáluhjálpar, nema þú látir skírast í nafni guðs föður, sonar og heilags anda.“ „Er svona nauðsynlegt að láta skírast?" spurði Auður. „Kona, enginn getur orðið kristinn nema hann skírist." „Verður þeim þá engrar sáluhjálpar auðið, sem óskírðir deyja? Skulu þeir þá allir kveljast í víti að eilífu?“ Kjalvör varð eilítið ráðaleysisleg, aldrei þessu vant, við þessa spurningu, en svaraði svo:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.