Eimreiðin - 01.01.1966, Qupperneq 49
HRÁKASKÍRN
37
‘\Ll fór barnið aftur að vola.
»^g vil að við skírum barnið skemmri skírn þegar í stað,“ sagði
Kjalvör.
>>Eigi hygg ég það sé hægt hér, Kjalvör, því að ekki er hér vatn
i nand og eigi neitt til slíkra hluta. Eða er nokkur nauðsyn að fremja
Pa athöfn fyrr en við komum í Innra-Hólm?“
» Mikil nauðsyn, Auður. Ég hef illan bifur á útburði þessum.
, JSg hann sé haldinn óhreinum anda, og mikil óþurft að bera slíkt
ihýli manna. Til þess að afstýra öllum óheillum, verðum við að
leyna að hreinsa útburðinn með einhvers konar skírn."
»Hversu megum við því við koma að skíra barnið hér?“
, "^nmir sjá aldrei ráð til neins,“ sagði Kjalvör og leit hvasseyg
a Auði um leið og hún hrækti hráka miklum í lúku sína hina
vinstri. „Hér hef ég vatn ærið nóg, kraftmikinn hráka nytsamlegan
^ nnirgra hluta. Og nú gæði ég hann heilögum krafti og vígi hann
1 þess að vera skímarvatn og komi í stað skírnarolíu og krisma.“
I nafni guðs alföður vígi ég þig vatn,“ sagði Kjalvör og gerði
kro:
guðs
ssmark í hrákann með þumalfingri hægri handar. „Og í nafni
sonar,“ sagði hún og gerði aftur kross í hrákann. „Og í nafni
heilags anda“, og gerði enn kross eins. Hún starði í hrákann og
þuldi kredó:
^g trúi á guð föður almáttkan skapara himins og jarðar, og á
jesum Krist, son hans eingetinn, drottinn vorn, þann er getinn er
anda helgum, borinn frá Máríu meyju, píndur undir pondversk-
Pílató, krossfestur og grafinn. Niður sté hann til niðurstaða.
. PriPja degi reis hann upp frá dauðum mönnum, upp sté hann
M himna, situr hann til hægri handar guðs föður almáttugs, þaðan
mun hann koma að dæma kvika og dauða. Ég trúi enn og á anda
111,1 helga, helga almennilega kristni, heilagra sameign, aflausn
s>nda, holds upprisu, og líf eilíft. Víst.“
É-jalvör leit hvasst framan í útburðin og mælti enn:
»1 því trausti að barn þetta gangist undir þessa trúarjátningu og
ledög þrenning veiti því vernd af náð sinni, þó að illa sé til stofnað,
Pa skíri ég það skemmri skírn af mikilli nauðsyn. Hvað á barnið
aP heita?'- spurði Kjalvör og leit með ströngum svip á Auði, sem
hrökk við.
Auður átti ekki von á að þurfa að svara þessari spurningu. Nú
'arð henni svo hverft við að hún hafði nær misst barnið úr fangi