Eimreiðin - 01.01.1966, Page 59
Minningar um
Guðmund Arnason dúllara
Eftir
séra Jón Skagan.
Það var dag einn snemma í
Júlímánuði árið 1905, að ég stóð
^ hlaðinu heima, að Þangskála
^ Shaga, og svalg í mig sunnan-
°ftið. Ég var þá tæpra 8 ára að
aldri. Faðir minn sat á einni var-
tnhellunni og gerði að reipum,
Pv| að sláttur var í nánd. Varð
j^úr þá litið til vesturs, en úr
Peirrf átt lágu slitróttar mýrar-
götur heim að bænum. Sá ég
þar
niann á ferð, sem vakti mjög
athygh
mína. Virtist hann stefna
f.eim að bænum, en hagaði þó
ör sinni æði kynlega.
Víðáttumikill stararflói lá þá
junnan og vestan að túninu og
^num. Þar var kríuvarp óvenju
juikið og krían í sínum versta
am á þessum tíma, því að ung-
arnir voru enn ófleygir. Vegna
Pess að komumaður fór nokkuð
Sunnan við götuslóðann, lá leið
ans inn á vettvang kríunnar.
j § vægast sagt tók hún ómjúk-
e§a móti þessum óboðna gesti.
°ftið varð hvítt yfir höfði hans
°S stríðssöngurinn og árásirnar
Ur hófi fram. Staf hafði komu-
maður í hendi og veifaði hon-
um mjög yfir höfði sér, en lítt
mun það hafa dugað til varnar.
Tók hann því það fangaráð að
fleygja sér niður undir börð,
sem urðu á leið hans. Beið hann
þar góða stund, unz árásarliðinu
hafði fækkað að mun. Tók hann
þá sprett að næsta barði og beið
þar, meðan vargurinn dreifði
sér að nýju. Þannig kom hann
í áföngum heim að bænum og
á annan veg en allir aðrir.
Er komumaður átti smáspöl
ófarinn heim á hlaðið, þekkti
faðir minn hann þegar í stað.
„Þetta er nú enginn annar en
Guðmundur dúllari," sagði
hann. Ég varð þegar í sjöunda
himni, því að mannsins hafði
ég heyrt getið og sérstakrar list-
ar hans. Hlakkaði ég að vonum
mjög til að fá að heyra hana og
njóta hennar.
Þegar komumaður hafði heils-
að okkur með handabandi að
sveita sið, leit hann mæðulega
til baka og sagði: „Skyldi það
annars geta skeð, að Guð hafi