Eimreiðin - 01.01.1966, Page 68
Frá Lýðháskólanum í Askov
Eftir
Selmu Lagerlöf.
Á þeim árum, sem ég var við
kennslu í Landskrónu, hafði ég
auðvitað nokkrum sinnum skropp-
ið til Danmerkur. Ég hafði séð
Kaupmannahöfn, ég hafði veður
af danskri málaralist og högg-
myndalist, ég kunni góð skil á
dönskum bókmenntum og hafði
sótt dönsk leikhús. Að vorlagi
hafði ég skoðað beykiskógana
björtu á Norður-Sjálandi. Enn
hafði ég þó ekki litið danskan lvð-
skóla augum, og skánskir vinir
mínir sögðu sífellt, að ég vissi
ógjörla, hvað dönsk menning væri,
unz sá ljóður á ráði mínu væri
bættur.
Vorið 1895 liitti ég Ludvig
Schröder, skólastjóra lýðskólans í
Askov, á skólamóti í Stokkhólmi.
Ég spurði, hvort hann vildi leyfa
mér að dveljast nokkra daga í
Askov til þess að kynna mér dansk-
an lýðskóla. Hann tók því vel.
Síðla sumars sendi hann mér línu
og réð mér til að sækja haustnám-
skeið við lýðskóla sinn. Hann leið-
beindi mér líka um það, hvernig
ég skyldi haga ferðinni.
Ferðin um eyjar og sund var
erfið, ekki sízt vegna tíðra lesta-
skipta. Framan af talaði fólkið,
sem flest var á leið til landamær-
anna og framandi landa, þrjú eða
fjögur tungumál, er í kraðakmu
hljómuðu í eyrurn mér sem sl'
bylja. Eftir ein lestaskiptin þóttist
ég vita, að ég nálgaðist leiðarenda,
þar eð þorri samferðafólksins tal-
aði saman á dönsku.
Á stöðinni í Veje var járnbraut-
arferðalagi mínu lokið, en lystl'
vagnar frá Askov biðu þar okkat
allra, sem ætluðum á haustmótið-
Ég furðaði mig á því í fyrstu, að
allir þátttakendur voru koinnir af
þeim aldri, sem fólk er vant að
sækja skóla á. En síðar komst eg
að því, að þetta þriggja daga haust-
mót var einkum ætlað því fólkn
sem áður hafði stundað nám í lý®'
skólanum í Askov.
Okkur var ekið um flatneskju
drjúgan spöl. Þá stöðvuðu öku-
þórarnir vagnana við bæ, bókstaf-
lega gróðri vafinn. Þetta var As'
kov. Við stigurn út úr lystivögu-
unum. Fáni blakti við hún. ðíe'
var vísað inn í langt, en eigi ha'
reist íbúðarhús, og fékk ég þal
býsna þröngt svefnhús upp1 ‘l
bjórnum; inni var rúm, stóll og
skál í þvottagrind. Annað var þal
ekki þæginda.
Aðalhúsið í Askov var úr timbri,
rauðmálað, en með livítum hoin
um við samskeytin, langt og breitt,
þiljað sundur eftir endilöng11-