Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1966, Side 70

Eimreiðin - 01.01.1966, Side 70
58 EIMREIÐlN Við neyttum máltíða okkar við hin löngu borð í stóra, kuldalega salnum, og Ludvig Schröder sat jafnan við háborðið. Hann snæddi Jtarna með gömlum nemendum, rétt eins og hann gerði því nær árið um kring með yngri nemend- um, sem voru að svala menntunar- þrá sinni. Lýðskólastjóri getur sem sé ekki einangrað sig, heldur verð- ur að snæða með nemendum — og neyta sarna matar og þeir. Ætla mætti, að hann yrði oft að gera Jtað hálfnauðugur. En það er góð- ur siður, að lýðskólastjóri sitji Jrannig og vaki yfir æskunni líkt og höfðingi yfir hirð sinni. Þegar ég sá Ludvig Schröder sitja til borðs og veitti athygli hof- mannlegu enni hans, hvassa augna- ráðinu og mikla, svarta skegginu, Jiá duldist mér ekki, hve höfðing- legur hann var. Þó var hann eigi hár vexti. Líkami hans virtist eigi að síður nógu stæltur og harðger til þess að þola Joá áreynslu, sem járnvilji krefðist. Mér var hugsað til hinna mörgu kennara, sem ég hafði átt saman við að sælda, og enginn þeirra minnti meir á víkingahöfðingja en hann, mann, sem enginn myndi dirfast að ávarpa, nema hann að fyrra bragði gerði honum þann heiður að yrða á hann eða spyrja hann einhvers. En jafnframt var mér ljóst, að Ludvig Schröder átti ekki til hroka né ofmetnaðist af vegsemd sinni, öllu heldur virtist hann finna á sér, að hann stæði á mikilvægum og hættulegum verði og gæti þvi eigi komizt hjá að krefjast skilyrðislausrar hlýðni og virðingar. Ég reyndi að skilja fas Askovs- skólastjórans af Jreirri forsendu, jjeirri sérstöðu, að skólinn var sjálfseignarstofnun hans. Hann hafði reist hann þarna og séð hann dafna og verða fremsta lýðskóla Norðurlanda. Honurn hafði auðn- azt að sjá hann stækka og greinast m. a. í búnaðarskóla, trúboðsskóla, lýðkennaraskóla — eins og skugg' sælt tré með mörgum greinum- Hann hafði sjálfur valið sér þetta starfssvið, sem útheimti vegsögu- þor. Enginn maður hafði veitt honum skólastjórastöðuna, og eng- inn maður gat vikið honunt ur henni. Mér fannst, að þetta hefði mótað persónuleik hans. En full- gild skýring var það ekki. Enn var eitt, sem olli mér undr- un. Allir þeir, sem stigu í ræðustól og fluttu erindi, er ráku hvert annað allan liðlangan daginn, virtust geta komizt að orði eins og þeim Jjóknaðist, en hnitmiðuðu a engan hátt orðin við áheyrenda- hópinn, sem sé óbreytta bændur og konur þeirra. Ludvig Schröder skólastjóri sjálfur stóð þar eina stund dag hvern og útskýrði kenn- ingu N. S. Grundtvigs fyrir fólkx- Sanngjarnt var, að enginn maður í víðri veröld væri svo kunnur hja þessum hópi manna sem sjálfur höfundur Grundvigsstefnunnar. En eigi að síður var ég steinhissa á Jdví, að hann gerði ráð fyrir, að bændurnir væru þaulkunnugir einstökum atriðum ævi þessa stor- mennis, — hvað hann hefði maelt Jretta sumarið eða ritað hitt árið-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.