Iðunn - 01.02.1885, Page 5

Iðunn - 01.02.1885, Page 5
67 Hagnýting náttúrukraftanna. rœðu, er hann hélt á fundi gasgerðarmanna vorið 1882. Hann talar um þann ómaka og kostnað, er fylgir því, að fœra kolin upp úr námunum, hlaða þeim á vagna og flytja þau til borganna ; að lokum verði að flytja þau á hvert heimili, og þar sé órýmindi að þeim, óþrifnaðr og loftspell. Síðan leggr hann það til ráðs, að kolunum sé breytt í gas niðr í nám- unum eða við námumunnana, og gasið megi síðan flytja í allar áttir bæði til heimilisþarfa og handa verksmiðjunum. Gasið mundi eigi verða svo miklu dýrara enn kolin, að eigi þœtti til vinnauda að kaupa það, er það héfir svo marga kosti um fram kolin ; það er þokkalegasta eldsneyti, mjög eldfimt, tempr- anlegt og reykjarlaust. jpar sem kolanámur eru svo langt frá bœjum, að of dýrt þykir að leggja þangað gasrennur, mætti hafa óhreinsað gas og ódýrt handa bœjabúum, ogáþann hátt mætti spara kostnaðar- sama kola-flutninga. þetta mundi heldr í hag gas- gerðarmönnum, þótt þeir jafnvel þyrfti að leggja gasrennur, því að margir mundi kaupa gas til elds- Qeytis, þótt eigi þyrfti að hafa gas til ljósa, er raf- magnsljós eru upp tekin, og hætt er að nota gas, olíu og tólg til ljósmatar. Herbergjahitun mættibœta með því, að safna hit- anum saman bæði í hverju stöku húsi, svo og í heilli borg eða borgar hluta. þar sem tuttugu manns eru f heimili, þarf að tiltölu minna til að kosta enn þar 8em eru fimm menn í heimili. Gufuvél, sem hefir hundrað liesta afl, kostar minna enn tíu gufuvélar, ®r hver hefir tíu hesta afl, og ef ég kaupi 100 000 flund kola, kostar livert pund minna', enu ef ég

x

Iðunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.