Iðunn - 01.02.1885, Blaðsíða 8
70
Hagnýting n&ttúrukraftanna.
geta komið að góðu haldi, ef beitt væri við það raf-
magni. Enn rafmagn kunna menn æ betr og betr
með að fara.
Að lokum kemst Le Bon svo að orði um gufuvél-
ina, þótt fjarmæli muni þykja :
»Ég vona, að þetta óliðlega verkfæri verði að tutt-
ugu árum liðnum hvergi til nema á gripasöfnum meðal
steinvopna fornaldarmanna«.
Hann þykist vita fyrir víst, að áðr enn tuttugu ár
sé liðin, verði fundin ráð til að nota að fullu hita-
megin kolanna.
Thurston er maðr nefndr. Hann hefir ritað »Sögu
gufuvélarinnar*. Hann fylgir fram sama máli. A
fundi, er mannvirkjameistarar héldu eigi als fyrir
löngu í Norðr-Ameríku, sagði hann svo um kolin:
Hér mun eigi annað ráð vænna, enn að breyta kola-
efninu í rafmagn á sama hátt og zink breytist í
Galvans-súlurmi, og þarf þá eigi að hafa gufuvélar
eða gasvélar til að leiða fram kraftinn. Annar frægr
mannvirkjameistari, er Reese er nefndr, studdi rœðu
hans og bar upp tillögu um, hversu fara mætti að
því, að breyta kolaefninu. Ilann sagði, að eigi
þyrfti annað enn að sýra kolaefnið, enn það mætti
gera með því, að geyma það á svölum stað í loft-
heldu keri. Ef þess yrði auðið, þá mætti fá 12
milíónir fetpunda1 úr einu steinkolapundi, og mundi
þá dragast til muna 90—95 hundruðustu hlutir af
eldsneytinu. f>á mundi gufuvélarnar eigi sjást
framar. Rafmagn það, er fá mætti með seinvirkri
i) Fetpund er það afl, er þarf til að lyfta einu pundi ufl®
fethtéð.