Iðunn - 01.02.1885, Page 28
90 Hagnýting náttúrulcraftanna.
máli og Thomson, og lætur hann það fyllilega í ljós
í ritgerð sinni. Hann segir svo :
ojpað er mesta blindni að hyggja, að gildan þráð
þurfi til að veita afli lauga leið. A vísindalegan
hátt er óhætt að fullyrða, að hœgt er að veita hverj-
um krafti svo langt og með svo mjóum þræði, sem
hœgt er að gera sér í hugarlund. Jafnrangt er að
halda, að þráðrinn hitni að sama skapi sem aflið er
aukið.
þráðinn er auðvelt að kœla til fullnustu, og með
venjulegum hraðfregnaþræði, er liggr f lausu lofti
og er vel einangraðr (isoleret), má veita 300 hesta afli
um vegalengd, sem nemr um 130 dönskum mílum.
»Og þetta er sannarlega hœgðarleikr«, segir d’Ar-
sonval. »Ef hagnýta skal þéttiloft, verða að vera
nœgar loftþrýstingarvélar og hylki á brottfœrslu-
staðnum og á viðtökustaðnum verðr að vera mikill
umbúnaðr, velir, stillifœri (regulatorer) og hjól, og
önnur áhöld til að tempra nákvæmlega loftþrýsting-
una. Hvaðþarfað geratil að hafavald á rafmagninu?
Ekki annað enn að leggja leiðiþráð milli tveggja
staða, enn á báðum endum velti eirþráðar-kefli, er
standi í sambandi við segul, eða róttara sagt: tvær af
vélum þeim, er kendar eru við Siemens og Gramme»-
D’Arsonal spyr að endingu, livort mannkynið só
nú komið svo áleiðis, að það geti hagnýtt sér raf-
magnið. Hann segir, að vér þurfum ekki nema að
líta lauslega á það, sem komiö hefir íljós á rafmagns-
sýningunum, til þess að ganga úr skugga um, að
svo sé. »Vér megum nú óhræddir brenna upp öllum
steinkolum, án þess að kvíða fyrir því, að niðjar
vorir verði í vanda staddir. það er einungis eiuu