Iðunn - 01.02.1885, Page 33

Iðunn - 01.02.1885, Page 33
Hagnýting náttúrulcraftanna. 95 að halda við ljósí á 300—350 rafmagnslömpum, í stað dauflegrar gaslýsingar, er nú ér þar, og geta þá bœjarmenn lesið blöð sín og bœkr allar nœtr álíka og gera má í heimskautalöndunum um sól- stöðutímann. knn þessar ráðagerðir eru smáræði hjá því, er vér höfum frótt frá Brasilíu og New York. Ifjöllum þeim, sem eru í milli Eio Janeiro og núðhluta landsins, eru margir grasi vaxnir hjallar. þar eru ýmist hásléttur eða brekkur í milli og falla þar niðr strangar þverár. þessar ár eru verstu þrösk- úldar, er leggja skal járnbrautir úr borginni inn í iandið. Nú vilja þeir menn, er tekizt liafa á hendr jarnbrautagerð í Brasilíu, komast hjá, að gera slík skrúfugöng, sem eru í St. Gotthards-brautinni, onn þau hafa kostað margar miljónir króna og auka þó eigi hraða vagnanna. Hyggja þeir, að Werner Siemens muni hafa rétt að mæla, er hann talar um það í fyrstu ritgerð sinni um rafmagnið, að auka inegi með því viðloðun gufuvagnshjólanna, og afu- vel, að gera öll vagnahjóliu að lireyfilijólum. þeir fala um, að hagnýta afl þveránna, til að leiða fram l'afinagnsstrauma, erhreyfa skulu aukavélar og heinla (þremseapparater). Vér megum að líkindum vænta frnkilla framfara úr þóssari átt. Hœrinn Mexico stendr á hálendissléttu. þar Voi'u fyrr inndæl stöðuvötn, í þá daga er Spánverjar Unnu undir sig landið, enn nú eru vötn þessi orðin fenjum og loftslag verðr æ óhollara. Nú hefir 8,1 maðr, ér nefndr er Hiram Maxim, alkunnr raf- luagnsfrœðingr í New York, borið upp tillögur um, að þurka upp þessa laudsspildu. Haun ætlast til

x

Iðunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.