Iðunn - 01.02.1885, Page 50

Iðunn - 01.02.1885, Page 50
112 Sögukorn frá Svartfjallalandi. einn orði að tíðindum þeim, er gerzt höfðu í ferð- inni. Gúitza dvaldist enn um hríð í kofa Svart- fellingsins. það atvikaðist einhvern veginn svo, að ferð hans fórst fyrir dag frá dégi, þótt hann ráð- gerði annað. Var og eigi að heyra á húsráðanda, að honum þætti neitt kynlegt um þá háttu gests síns. þeir ræddust margt við og mest um landsins gagn og nauðsynjar, þeirra lands eða annara. Tal- aði bóndi varla um annað en hagi og atférli stór- veldanna, um England, Eússland, Austurrfki og Erakkland, um hið þýzka ríki, um ófrið þann við Tyrkland, er þá þótti mega að vísum ganga, og um hið mikla gengi, er Svartfellingar ættu þá í vændum; taldi hann víst, að Svartfjallaland mundi verða mik- iö ríki og voldugt. njpað liggur fyrir mjer kaupstaðarferð til Gattaro« segir hann einn dag við Gúitza. »Jeg fer með þjer« svarar hinn. »Gott.... það líkar mjer.... á morgun þá«. Morguninn eptir í dögun var Pjetur bóndi á ferli og kominn í spariföt sín; þau voru spánný og öll gulli lögð og glitsaum. »Eigum við þá ekki að halda af stað?« segir hann við gestinu. »Jú, til er jeg« svar- ar hinn ; »en hvar er varningurinn«. »0, hann hef jeg sent á stað í nótt; lestin er komin langt á und- an okkur. En við náum henni, býst j6g við...«. þeir hjeldu af stað. Gekk Pjetur bóndi á undan með pípu sína í hendinni, var allt af að láta í hana og kveikja og reykja. Gúitza gekk þegjandi á ept- ir. þogar þeir höfðu gengið þannig nokkrar stundir, sá Gúitza hvar þær mæðgur, húsfreyja og dætur hennar, sátu við veginn með byrðar sínar og

x

Iðunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.