Iðunn - 01.02.1885, Side 56

Iðunn - 01.02.1885, Side 56
118 Henry Gréville: Óðara en orðinu sleppti, sneri pósturinn sjer við til hálfs á ökusessinum og benti með keyrinu á lítið þorp, sem við stefndum að.—»það er að brenna þarna« mælti hann, ofur-rólega, eins og ekkert væri um að vera. |>að leyndi sjer ekki. Fast niður við sjóndeildar- liringinn og éigi all-langt frá því sem við vorum sást rauður bjarmi bera við kvöldblámann á loptinu. þykkir reykjarbólstrar þyrluðust upp í loptið, og pjátur-hvelfingin á hinni rússnesku kirkju í þorpinu varpaði frá sjer bjarmanum af loganum eins og illa skyggður spegill. »Hvað heitir þetta þorp ?« spurði jeg póstinn. »það er Eúdnía« svaraði hann ; »borgin Eúdnía«. þótt ekki sje nema þrjú eða fjögur hús, sem standa saman, ef þar er kirkja mitt á meðal, þá kalla rúss- neskir og pólskir almúgamenn það undir eins bæ eða borg. Og í Búdnía voru meira að segja tvær kirkjur, og önnur þeirra kaþólsk. * ' * Pósturinn lagði duglega í hestana og komum við eptir vænan sprett að stórri brautarslá, hvít- og rauð- og svartflekkóttri. Lágu slíkar brautarslár fyrir akvegum inn í hvern bæ í þá daga. Maður kom út úr kofa þar við veginn, í skörnugum ein- kennisbúningi. það var brautar-tollþjónninn og tók á móti brautartollinum. Hann hrópaði síðan eitt- hvað sem við ekki skildum, og lyptist þá sláin, sem lá um þveran veginn, upp í loptið á snið og var kyr í þeim stellingum. þess konar brautarslár, harla ó- merkilegar, sjást enn víða á þjóðvegum á Eússlandi, þótt ríkissjóður hafi goldið ærið fje til lausnar hin-

x

Iðunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.