Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Side 7

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Side 7
Málskot til œöra stjórnvalcls. 133 athafna. Æðra stjórnvald hefur einnig oft meiri æfingu og alhliða þekkingu en lægra sett stjórnvöld. Þegar leysa skal úr þeirri spurningu, hvort stjórnvalds ákvörðun megi kæra til æðra yfirvalds eða ekki, er annars rétt að líta á það, hvers eðlis hún er. Sé um svokallaðar íþyngjandi stjórnvaldsákvarðanir — boð, bönn, kvaðir, synjanir o. s. frv. — að tefla, virðist rétt að telja þær al- mennt kæranlegar til æðra stjórnvalds, enda sé venjulegt stjórnsamband milli stjórnarvaldanna — þess æðra og lægra. Hér er ástæða til að veita borgurunum þá auknu lög- vernd, sem í kæruheimild felst. Það stjórnvald, sem að hinni íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun stendur, getur og oft sjálft afturkallað hana eða breytt henni til hagræðis viðkomandi aðila. Á hinn bóginn eru svonefndar ívilnandi stjórnvaldsákvarðanir — svo sem alis konar leyfi, löggild- ingar o. fl. — oft bindandi fyrir útgefanda. Þá getur við- komandi stjórnvald sjálft eigi kallað aftur né breytt ákvörðun sinni, enda þótt ný sjónarmið og nýjar upplýs- ingar lcomi fram. Þegar svo er, virðist stjórnvaldsákvörð- un eigi vera kæranleg til æðra stjórnvalds, nema til þess sé sérstök lagaheimild. 1 öðrum tilvikum krefjast almannahagsmunir þess, að ívilnandi stjórnvaldsathafnir séu afturtækar, a. m. k. þeg- ar aðstæður breytast eða þegar sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Er stundum ótvíræð heimild til slíkrar afturköll- unar, sbr. t. d. 7. málsgr. 20. gr. bifreiðal. nr. 23/1941. 1 slíkum tilfellum virðast líkur fyrir því, að ívilnandi stjórn- valdsákvarðanir séu kæranlegar. Það hlýtur jafnan að vera skilyrði stjórnlegrar kæru, án sérstakrar orðaðrar lagaheimildar, að æðra stjórnvaldið hafi skilyrði til að geta kannað og metið ákvörðun lægra setts stjórnvalds, t. d. nægilega þekkingu. Þar kemur þó til greina, að oft getur það verið á færi æðra stjórnvalds, að afla sér nægrar sérfræðilegrar aðstoðar, þótt það sjálft skorti sérkunnáttu. Verður nokkuð að meta það eftir atvik- um hverju sinni. Almenna kæruheimild sýnist og verða að binda við það,

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.