Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Qupperneq 14

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Qupperneq 14
140 Tímarit lögfrœöinga. hlut á að máli“ geti kært, sbr. t. d. 1. 18/1927, § 22 2° og 1. 55/1905 § 3. I sumum tilfellum getur verið ljóst við hverja aðila er átt í slíkum lagaákvæðum. En í mörgum lagaboðunum er eidíi örugga leiðbeiningu að finna um þetta efni. Þar getur leikið vafi á því hverjir eigi sakaraðild. Slíkur vafi kemur auðvitað því frekar til greina um öll þau tilvik, þar sem kærurétturinn er með öllu ólögákveðinn. Því mætti hreyfa, hvort ekki ætti að viðurkenna hér actio popularis. Hún er að vísu óheimil talin í réttarfari, en hugsanlegt væri, að annað gilti á sviði stjórnarfarsrétt- arins. Þar er um að ræða athafnir í opinberri sýslu. Þær snerta oft allan almenning óbeinlínis. Það er æskilegt, að greið leið sé til að fá lögmæti þeirra kannað með öruggum hætti. Málskoti er jafnan samfara nokkur fyrirhöfn og kostnaður. Því segja sumir sem svo, að það sé ekki nema til bóta, ef einhver vilji fórna fé og tíma til þess að fá gildi yfirvalds ákvörðunar kannað af æðra stjórnvaldi, þótt málsúrslit varði hann ekki beinlínis. Aðrir telja almenna og ótakmarkaða málskotsheimild eðlilega afleiðing lýðræð- islegra stjórnarhátta. Á móti þessum röksemdum koma ýmis gagnrök. Málsúrslit eru jafnan nokkuð komin undir málflutningi. Það er óeðlilegt, að maður, sem ekki hefur neinna einstaklegra hagsmuna að gæta í samb. við stjórn- valdsathöfn, geti skotið henni til æðra yfirvalds og fengið um hana bindandi úrskurð, er fyrst og fremst kemur til með að snerta persónulega hagsmuni annarra aðila, sem hvergi hafa komið nærri kærunni eða flutningi málsins að öðru leyti. Actio popularis verður því ekki viðurkennd hér á landi nú á dögum, nema til hennar sé sérstök lagaheim- ild.1) Segja má e. t. v. að slík heimild sé í 37. gr. skattal. nr. 6/1935 og í 20. gr. kosn.l. 80/1942. Þar er þó um að ræða kæruheimild til þess stjórnvalds sjálfs, sem að stjórn- valdsákvörðun stendur. Þeir, sem þeirrar kæruheimildar neyta, geta haldið því máli áfram og leitað úrskurðar æðri 1) Sama rcgla viröist gikla að rétti annarra þcirra þjóða, sem hcr eru hczt þokktar, sbr. um erlendan rétt að þessu leyti Westerberg, bls. G1 og Afram.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.