Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Page 20

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Page 20
146 Tlmarít lögfrœöinga. legum almanna hagsmunum væri teflt í tvísýnu með frestun. Það fer þannig nokkuð eftir aðstæðum hverju sinni, hverjar verkanir málskot til æðra stjórnvalds hefur. En eins og áður er sagt, sýnist höfuðregla íslenzks réttar vera sú, að löglíkur teljist fyrir því, að stjórnleg kæra hafi ekki frestandi verkanir. VII Oft getur stjórnvald, sem að ákvörðun stendur, kallað aftur ákvörðun sína eða breytt henni. Sú heimild er al- mennt óháð kærurétti og stjórnlegri kæru. Stjórnvald get- ur því sennilega kallað aftur ákvörðun sína, sem þegar hefur verið kærð til æðra stjórnsýsluhafa. Kæran mun þannig yfirleitt ekki skipta máli um afturköllunarheimild, þav sem slík heimild er á annað borð fyrir hendi. Þetta getur þó stundum verið álitamál, og vera má, að sérstök lagaákvæði bendi í sumum tilvikum til hins gagnstæða. Helzt kann að leika vafi á um þetta efni í þeim tilvikum, þar sem skráð lög geyma ýtarlegar og sundurliðaðar reglur um stjórnlega kæru. VIII Venjulega verða aðeins endanlegar ákvarðanir stjórn- valds kærðar. Þær endanlegu ákvarðanir geta bæði verið um efni máls og form. Ákvarðanir, sem aðeins lúta að undirbúningi stjórngerninga, verða hins vegar að jafnaði ekki kærðar einar út af fyrir sig. Málskot til æðra stjórnvalds þarf ekki að vera í sérstöku formi. Sennilega væri því æðra stjórnvaldi heimilt að taka ákvörðun lægra setts stjórnarvalds til endurskoðunar sam- kvæmt munnlegri kæru, jafnvel þótt það gæti ekki látið þann stjórngerning til sín taka af sjálfsdáðum. Þetta gildir auðvitað því aðeins, að ekki sé á annan veg mælt í lögum. Líklega gæti kærandi snúið sér munnlega til æðra stjórn- valds og kært málið fyrir því, og síðan, ef það vildi sinna málinu, fengið lægra setta stjórnvaldið til að senda því málsgögnin, sbr. hrd. XI bls. 211 (bæjarþingsdóminn.)

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.