Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Side 33

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Side 33
Skilorösbtmdnir rcfsidómar. 159 Valdimar Stefánsson: Skilorðsbundnir refsidómar. Erindi flutt á fundi Sakfræðingafélags Islands 24. apríl 1953. Flestum, sem fást við refsimál hér á landi, mun virðast reglurnar um skilorðsbundna refsidóma eitt hið bczta og eðlilegasta í refsilöggjöfinni, og margir munu ætla, að þær reglur eigi miklum mun lengri sögu en raun ber vitni. Sagt hefir verið, að tilkoma þessara reglna í refsilöggjöf þjóðanna sé hið mesta framfaraspor, sem stigið hafi verið á því sviði liina síðustu mannsaldra. Þær eru ekki í sam- ræmi við endurgjaldskenninguna gömlu og gátu því eigi náð fram að gangað meðan hún var ríkjandi í refsilög- gjöfinni, en á síðustu öld, þegar endurgjaldskenningin og hin — svo að segja — einhliða áherzla á „generalpræven- tivu“ sjónarmiðin voru í undanhaldi og tekið var að leggja áherzlu á áhrif refsinganna á hvern einstakan brotamann, tóku hugmyndirnar um skilorðsbundna dóma að þróast og smátt og smátt að verða að veruleika. Upphafs þeirra mun að leita í enskum og bandarískum dómvenjum frá fyrri hluta 19. aldar. Einstakir dómarar, sem óaði við að beita refsibókstaf laganna gegn brotamönnum, einkum ungling- um, tóku að notfæra sér þá möguleika, sem þeim voru færir, til að fresta dómsuppsögn eða fullnustu dómsins, og þegar ástæða þótti til, bundu þeir frestunina því skil- yrði, að brotamaður skuldbindi sig til góðrar hegðunar framvegis. Einnig var þess oft krafizt, að einhver ábyrgð- ist, að brotamaður héldi skilyrði frestunarinnar. Samhliða þessu var víða í löndum beitt skilorðsbundnum náðunum til að hlífa brotamönnum við þeim refsingum samkvæmt bókstaf laganna, sem eigi þóttu samrýmast réttarvitund almennings og eigi stuðla að heppilegum áhrifum á brota- mann sjálfan. Þessar náðanir þjónuðu sama tilgangi og dómvenjan, sem nefnd var, og varð hvorttveggja til þess

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.