Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Síða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Síða 43
Skilorösbundnir refsidómar. 160 með ofstopa að lögreglunni, en er nú ákærður fyrir smá- þjófnað. Nú mun mörgum verða spurn: Hvernig hafa skilorðsbundnir dómar reynzt hér á landi og hefir breyting orðið í því efni síðan nýju hegningar- lögin gengu í gildi. Þessu mun fyllilega óhætt að svara á þá leið, að skilorðsbundnir dómar hafi yfirleitt reynzt hér vel, eins og í öðrum löndum, og að engin merkjanleg breyt- ing hafi orðið í því efni síðan nýju hegningarlögin gengu í gildi. En því miður eru engar skýrslur til um ástandið í þessum efnum hér á landi fyr eða síðar. Heildarskýrslur (statistik) um þetta eru engar og þó að einhverjar laus- legar tölur kunni að vera til í einstökum lögsagnarumdæm- um, er óvist, að þær séu rétt mynd af heildarástandinu. Mun ég því engar tölur nefna hér, en fullyrði aftur á móti, svo sem áður segir, að reynslan af skilorðsbundnu dómun- um hafi verið góð hér á landi og sízt verri en annarsstaðar. Annars má bæta því við, að nú er verið að vinna að skýrslu- gerð um einmitt þetta atriði að því er Reykjavík snertir allt frá gildistöku hegningarlaganna á árinu 1940 og má vænta þess, að þær skýrslur verði til áður en langt um líður. Refsilöggjöf okkar er mjög sniðin eftir samskonar lög- gjöf hinna Norðurlandanna og verður okkur því oftast fyrir, þegar við leiðum athygli að einhverjum afmörkuðum þætti hennar, að athuga til samanburðar hvernig þeim þætti er farið hjá frændum vorum. Ákvæði dönsku hegningarlaganna um skilorðsbundna dóma eru mjög lík okkar ákvæðum, en ítarlegri eru þau þó um eftirlitið og rannsókn þá á persónulegu ástandi brotamannsins, fortíð hans og aðstæðum öllum, sem er nauðsynlegur undanfari eftirlitsins. Mjög hið sama má segja um norsku ákvæðin, en hin sænsku ganga mun lengra, þar sem þau heimila bæði dómsfrestun og refsi- frestun, auk þess sem þau leggja ríka áherzlu á eftirlitið og umsjónina. öll byggja þessi lönd löggjöf sína í þessum efnum á því, að til sé starfslið og treki til alls þess eftirlits,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.