Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Side 56

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Side 56
182 Tímarit lör/frœöinf/a. teldi ástæðu til þess að mcina aðiijum að binda hjúskap sinn, úr því að beggja þeirra vilji stendur til þess. 3. Ymis lagafyrirmæli hafa verið, ef svo má segja, and- vana fædd. Þau liafa verið þess cðlis, að aldrei var unnt að framkvæma þau, að minnsta kosti ckki að neinu ráði. Þau hlutu því bráðlega að verða einber réttarleif. Gott dæmi úr fornlögum vorum er ákvæðið í 35. kap. Kvcnnagift- ingar Jónsbókar um bann við skrúðklæðaburði og rcfsingu fyrir brot á })ví í 25. gr. réttarbótar frá 1294. Þetta bann, cins og um það var búið, hcfur naumast nokkurn tíma kom- izt í framkvæmd. Það hefur þó víst aldrei verið beinlínis úr gildi fellt, og er því gott dæmi um réttarleif. En ekki þarf að fara svo langt aftur í tímann. 1 tæplega 30 ára gömlum lögum eru fyrirmæli, sem aldrei munu hafa verið notuð í verki og framkvæmd, og er það af því, að nær ómögulegt cr að framkvæma þau. Þau eru svo fjarri veruleikanum. Er hér átt við nokkur ákvæði laga nr. 20/1923 um réttindi og skyldur hjóna. Eru þar að sjálf- sögðu fyrirmæli um fjárlag hjóna. Eins og kunnugt er, var samkvæmt lögum nr. 3/1900, fjárfélag (helmingafélag) með hjónum, nema einhverjar af eignum annars þeirra væru gerðar séreign þess mcð þeim hætti, er á var kveðið í lögunum. Samkvæmt IV. kafla laga 1923 eru eignir hjóna tvennskonar: Séreic/n samlcvæmt 23. gr. og hjúslcœpareign. Iljón hafa algert forræði hvort á sinni séreign, en á hjú- skapareign sinni með nokkrum takmörkunum samkvæmt 20. og 21. gr. Hjúskapareign maka er allt það fé, sem hann á við giftingu, og það, sem hann eignast síðar. Og í 24. gr. er ætlazt til þess, að skrá sé gerð um hjúskapareign hvors um sig. Það mun undantekning, að slík skrá sé gcrð, þegar hjón ganga að eigast, og víst dæmalaust, að henni sé haldið við þannig, að það sé stjnlíað út, sem eyðist eða glatast, eða því bætt við, scm nýtt kemur til. Það getur því orðið alveg ómögulcgt að skera úr því, hvað sé hjúskapareign hvors um sig. Vcnjan er scm sé sú, að bæði hjónaefni leggja til hjónabandsins bú þcirra það, sem þau eiga til, án nokk-

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.