Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Blaðsíða 58
184
Tímarit iögjroeSinga.
efni, að þau hafa eignazt íbúðarhús. Innanstokksmuni sína
hafa þau aukið og endurbætt. Nokkra inneign eiga þau í
sparisjóði og bifreið hafa þau eignazt o. s. frv. Engar tölur
eru á því, hvað annað þeirra hefur lagt til og hvað hitt.
Eóndi svarar fyrir bú þeirra út á við, en konan stjórnar
innan húss, alveg eins og verið hefur lengstum. Engin hjú-
skapareign hefur orðið til og verður ekki til. Með þeim er
alger sameign, algert helmingafélag, eins og verið hefði
fyrir lög nr. 23/1920. Engar sérskuldir, heldur eingöngu
samskuldir. Hjúskapareign kemur ekki til greina heldur,
eða sérskuldir, þegar búi þeirra er skipt. Skuldir eru
greiddar af félagsbúi þeirra, og því er síðan skipt milli
þeirra eða erfingja þeirra.
Álcvæði laga nr. 20/1923 um hjúskapareign hjóna hafa
ekki komið til greina og munu ekki gera það. Lagafyrir-
mæli, sem ekki hafa nokkurn bakhjarl í veruleikanum,
hljóta að verða dauður bókstafur frá upphafi til enda. Af
því að slíkra laga gætir aldrei raunverulega, má ef til vill
kalla rangt að nefna þau réttarleif. En þau hafa þó verið
birt og gefin út, eins og önnur lög, og til þess hefur verið
ætlazt, að þeim yrði fylgt. Að því leyti verða þau leifar
eða vitni um tilætlun löggjafans, sem að vísu komst aldrei
í framkvæmd.
Fyrirmælin um hjúskapareign eru hugarfóstur ágætra
lögfræðinga á Norðurlöndum og eru þaðan hingað komin.
Takmark þeirra var það, að með hjónum yrði algert jafn-
ræði um eignir þær, sem tengdar eru hjónabandinu, en
veruleikinn hefur sýnt óveruleika lagafyrirmælanna, ef
svo mætti segja. Þau eru einungis gott vitni um góðan vilja
lagasmiðanna, en varla meira.
4. Ágætt dæmi um réttarleif eru ákvæði VII. kafla sigl-
ingalaganna um sjólán (bodmeri). Þau eru, eins og flest
önnur ákvæði siglingalaganna, þýdd úr dönsku siglinga-
lögunum frá 1892. Fyrr á tímum mátti vera nauðsynlegt,
að skipstjóri tæki lán á ferð sinni til nauðsynja skipseig-
anda eða farmeiganda varðandi ferðina. En nú er sú þörf
löngu horfin úr sögunni vegna breyttra aðstæðna, enda