Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Side 60

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Side 60
186 Timarit lögfrœðinga. að II hcfði ekki skilyrði til að gera slíkan samning. Þessari vörn var hrundið, sbr. 2. gr. laga nr. 100/1938. Þá var því haldið fram, að gerðardómur gæti ekki úrskurðað um bætur fyrir framtíðar tjón, og virðist hæstiréttur ekki hafa talið þá vörn á rökum reista, þótt ekki sérstaklega sé að henni vikið. Einnig var úrlausn gerðardómsins véfengd, með því að málið hafði frestast fyrir gerðardómi lengur en í 19. gr. áðurnefndra laga segir. Virðist hæstiréttur ekki heldur hafa talið þá ástæðu nægilega. En hæstiréttur ógildir gerð- ardóminn af þeirri ástæðu, að hann liafi ekki reist úrlausn sína á réttum sjónarmiðum. Að vísu segir hæstiréttur, að gerðardóminum hafi borið að áætla tjón nemandans sakir þess, að hann varð að hætta námi hjá H. og afla sér náms- vistar annars staðar. Ilefði gerðardómendum borið að líta til kjara þeirra, sem ætla mætti, að nemandinn hefði orðið að sæta annars staðar í sömu iðngrein, það sem eftir var námstímans, saman borið við kjör hans hjá H. Eipnig hafi borið að miða við, að nemandinn hefði aflað sér annarrar námsvistar innan hæfilegs tíma eftir 31. okt. 1947, er náms- meistari hans fór frá H, í stað þess að halda áfram starfi hjá H, án þess að kvörtun um vanefndir fyrr en síðara hluta vetrar 1949 væri sönnuð, enda sé ósannað, að leitað hafi verið annarrar námsvistar fyrr en einhvern tíma sum- arið 1949. Málsástæður þessar voru hvorki hafðar uppi í héraði né hæstarétti. En þó telur hæstiréttur rétt að láta þær ráða úrslitum og skírskotar því til stuðnings til 113. gr. laga nr. 85/1936. Ákvæði það í 113. gr. laga 1936, sem hér skiptir máli, hljóðar svo: „Ekki má dómari heldur (þ. e. en að fara út fyrir kröfur aðilja) byggja niðurstöðu sína á málsástæðum eða mótmælum, sem hefðu mátt koma fram, en hafa ekki gert það í meðferð málsins, sbr. 120. gr. Nú kemur máls- ástæða fram í skjali, en aðili hreyfir henni þó ekki sérstak- lega í sókn og vörn, og metur dómari það þá eftir atvikum, hvort slík málsástæða geti komið til greina. Með sama

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.