Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Síða 65

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Síða 65
Frá Hœstarétti. 191 (Hrd. XXIII. 664). I janúar 1949 komu þeir K og M sér saman um það við G og Þ, að K og M skyldu kaupa af þeim G og Þ m/b N, sem var yfir 50 ára gamall, fyrir 200.000,00 kr. Skyldu kaupendur taka að sér greiðslu á 60000,00 kr. skuld við útibú Landsbankans á Akureyri, er hvíldi á bátnum með 1. veðrétti, og skuld við Fiskiveiðasjóð, kr. 42200,00, sem hvíldi á bátnum með 2. veðrétti. Svo skyldu kaupendur gefa seljendum út 3. veðréttar veðskuldabréf, kr. 85000,00, og loks skyldu þeir greiða í peningum kr. 9000,00 við samn- ingsgerð. Gert var afsalsbréf og skuldabréf, en ekki varð úr því, að kaupendur undirrituðu veðskuldabréf, og var það talið hafa dregizt vegna þess, að annar kaupenda var búsettur annars staðar, og tilætlunin var að senda lionum bréfið til undirskriftar. Afsalsbréf var því ekki heldur gefið út. Samt sem áður greiddu kaupendur inar tilskildu 9000,00 kr. og tóku við bátnum um miðjan janúar 1949 og höfðu hann í flutningum hér við land, þar til er hann bilaði 18. febrúar, enda kostuðu kaupendur þá viðgerð á honum, að því leyti sem vátryggjandi kostaði hana ekki. Eftir viðgerð, sem talið var lokið í byrjun apríl 1949, tóku kaupendur bátinn aftur til notkunar og höfðu hann í för- um þangað til í september s. á. Með því að vanskil urðu á greiðslu 1. veðréttar skuldar- innar, sem seljendum hafði verið gert að greiða, kröfðust þeir þess, að kaupendur inntu þá greiðslu af hendi. Þessu andmæltu kaupendur og kváðu ekkert hafa orðið úr kaup- unum, þar sem afsal hefði aldrei verið gefið út né heldur skuldabréf það, sem fyrr segir. Þessi mótbára var — auð- vitað — ekki tekin til greina, þar sem kaupendur bæði höfðu greitt tilskildar kr. 9000,00, tekið við bátnum og notað hann sem eign sína, látið gera við hann og tekið liann af nýju til notkunar. I annan stað töldu kaupendur, ef kaup yrðu talin hafa gerzt, sér heimilt að rifta þeim kaupum. Ástæður fyrir þeirri staðhæfingu töldu þeir þessar: 1) Að seljendur hefðu ábyrgzt það, að 1. veðréttarlánið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.