Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Page 66

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Page 66
192 fengist framlengt, en ekki þóttu sönnur leiddar að því, og varð þessi riftingarástæða því ekki tekin til greina. 2) Að leyndir gallar á bátnum hefðu komið í ljós í við- gerðinni. Af umsögn skipaskoðunarmanns eða öðrum gögn- um þótti ekki verða ráðið með öruggri vissu, hvort við- gerðin stafaði einungis af leyndum göllum, sem seljendur ættu að bera ábyrgð á, eða öðrum göllum, sem kaupendur hefðu átt að sjá eða gátu gert ráð fyrir í gömlum bát. Varð þessi riftingarástæða því ekki heldur tekin til greina. 3) Að seljendur geti ekki efnt skuldbindingu um útgáfu afsals að bátnum, með því að þá hafði hann verið seldur á uppboði til lúkningar 1. veðréttarskuldinni. Kaupendur, sem kunnugt var um það, að hún var gjaldkræf orðin, er samið var um kaupin, og áttu að sjá um greiðslu hennar, voru allt að einu taldir skyldir til að efna skyldur sínar samkvæmt því, sem samið hafði verið. Námssamningar. Sbr. gerðardómar (Hrd. XXIII. 596). H, einstakur maður, sem hafði ýmiskonar atvinnusýsl- anir fyrir sjálfan sig, þar á meðal húsasmíði, gerði náms- samning við föður ólögráða manns f. h. sonar síns. Til- tekinn iðnmeistari skyldi annast kennsluna, enda var samn- ingurinn staðfestur af réttum aðiljum. Sú mótbára, er kom fram í máli til bóta vegna vanefnda á samningnum, að enginn gildur námssamningur hafi til orðið, með því að II hefði ekki haft heimild til slíkrar samningargerðar, þar sem liann hefði ekki meistararéttindi í iðninni, var ekki talin á rökum reist, og samningurinn var því talinn gildur, sbr. 2. gr. laga nr. 100/1938.

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.