Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Page 16

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Page 16
sem skilin eru eða skilin verða frá jörð“. 1 hinum eldri lögum nr. 55 frá 1926 um forkaupsrétt á jörðum var ekki minnzt á jarðhita. Á Alþingi 1945 flutti Bjarni Benediktsson frumvarp til laga um viðauka við 1. 98/1940, sbr. Alþt. 1945 A þskj. 200. & þar greinilega byggt á eignarrétti landeiganda að jarðhitaréttindum, enda þótt miklar hömlur séu lagðar á rétt hans. I frumvarpinu var m. a. kveðið svo á, að jarð- boranir, er ná dýpra en 10 metra, megi ekki framkvæma án leyfis ráðherra. Leyfi til þeirra skyldi ekki veitt, ef hætta kynni að vera á því, að með jarðborun sé spillt hag- nýtingu jarðhita á eign annars manns, sem þegar er hafin, eða hagnýtingu þar siðar meir, enda sé sú hagnýting jarð- hitans mun verðmeiri en liin hagnýtingin, sem stefnt er að með hinni fyrirhuguðu jarðborun. Ekki var gert ráð fyrir neinum bótum til þess, er synjað væri um leyfi til jarðborunar í landi sinu. Eftir frumvai-pinu stappar nærri, að eignarréttur landeiganda að jarðhita sé takmarkaður við 10 metra dýpi, þó að hann — en aðrir að vísu ekki — að fengnu leyfi ráðherra mætti fara dýpra. I greinargerð frumvarpsins segir m. a.: „Hér er aðeins um almenna takmörkun á eignarréttinum að ræða, sem löggjafarvaldinu er heimilt að setja, þrátt fyrir ákvæði stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignarréttarins“. Frumvarp þetta var afgreitt með rökstuddri dagskrá. Var þar skorað á ríkisstjórnina að láta semja frumvarp til laga um notkun jarðhita, þar sem verði ákvæði um eftirlit með jarðborunum til tryggingar því, að virkjun jarðhita verði ekki skemmd með síðari mannvirkjum, sbr. Alþt. 1945 C bls. 87. Hér á landi mun almennt hafa verið litið á jarðhita- réttindi sem söluhæf. Eru þess dæmi, svo sem kunnugt er að leyfa honum þau, til þess að hann geti haft þau not indi, eða keyptar hafa verið jarðir vegna jarðhita, er þeim hefur fylgt. Þó að greinilegt sé samkvæmt framansögðu, að 1, 142

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.