Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Page 3

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Page 3
TIMARIT LOGFRÆÐINGA 2. hefti 1961 Háskóli íslands 50 ára i. Helztu skólar hér á landi voru lengst af skólarnir i Skálholti og að Hólum. Voru þeir „latinuskólar11 og eink- um ætlaðir til undirbúnings prestsstarfi. Mjög var það misjafnt, hvernig skólarnir ræktu hlutverk sitt, og valt það mest á þvi, hve annt biskupar létu sér um skólana, enda báru biskupsstólarnir kostnaðinn að mestu leyti. Við síðaskiptin varð mikil breyting á fjárhagsgrundvelli skólanna, er eignir kirkju og klaustra hurfu undir kon- ung. Kennsluhættir hlutu og að breytast nokkuð. Eftir siðaskiptin hrakaði hag þjóðarinnar meira og meira vegna ásælni konunga, verzlunaránauðar og harðæra. Konungar stóðu sífellt í kostnaðarsömu styrjaldabraski, en reyndu á hinn bóginn að berast mikið á og hrakaði hag þeirra því, þótt ýmissa hragða væri leitað til fjáröflunar. Allt þetta varð til þess, að mjög þrengdist að á ýmsa vegu m. a. um hag skólanna hér á landi. Þótt ýmsir mætir skólamenn og áhugasamir biskupar rejmdu að halda vegi skólanna uppi, og kom það ekki að haldi svo dygði. Oft var og um lítinn áhuga og lélegt mannval að ræða. Á rikisstjórnarárum Iíristjáns konungs VI. náði hinn svonefndi pietismi allmiklum áhrifum í Danmörku, en af því leiddi m. a. að hugur ráðamanna heindist mjög að kirkju og kennslumálum. Einkum varð aukin menntun Timarit lögfræðinga 49

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.