Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Blaðsíða 12
En auk þess víkkar hver sæmilegur háskóli sjóndeildar-
hring þjóðar sinnar út yfir landamæri hennar til alls hins
menntaða heims. Hver háskóli fvrir sig má heita borgari
í hinni miklu respuhlica scientiarum. Milli háskóla heims-
ins er náið samband eins og eðlilegt er, þar sem þeir
vinna allir að hinu sama marki í flestum greinum. Eftir-
leitin eftir hinum buldu sannindum vísindanna er þeim
öllum sameiginleg. Þvi eru háskólarnir kosmopolitískar
stofnanir, um leið og þeir eru þjóðlegar stofnanir, og
liefur reynslan sýnt, að þetta tvennt fer ekki í bága
hvort við annað. Þetta band milli háskóla heimsins verð-
ur æ sterkara og sterkara ......
Eftir þessar almennu athugasemdir hverf ég nú að
Háskóla íslands.
Hann er eigi aðeins binn yngsti háskóli heimsins, lield-
ur einnig hinn minnsti og einhver hinn ófullkomasti.
Þetta er eðlilegt, þvi að efni vor eru smá, og vér verð-
um að sníða oss stakk eftir vexti. En það verður að
segja það, eins og það er. Vér megum ekki gera oss
neinar gyllingar eða þykjast hafa himin höndum tekið,
þó að vér höfum fengið menntastofnun með háskóla-
nafni. Því aðeins getum vér gert oss vonir um að laga
smátt og smátt það, sem áfátt er, ef vér sjálfir lokum
ekki augunum fyrir því, sem á brestur. Og oss brestur
bæði mikið og margt. Þrjár af deildum háskólans standa
að visu á gömlum merg, þær sem til eru orðnar upp úr
eldri skólum: guðfræðideildin, lagadeildin og læknadeild-
in, og þær eru bezt úr garði gerðar, að þvi er snertir
kennslukrafta. En þó er varla við því að búast fyrst í
stað, að þær geti sett markið miklu hærra en það, að
vera góðar undirbúningsstofnanir fyrir embættismenn,
eins og gömlu skólarnir voru áður. Þetta er ekki talað
af neinu vantrausti til embættisbræðra minna við þess-
ar deildir. Þvert á móti ber ég hið hezta traust til þeirra
allra. Heimspekideildin stendur þó enn verr að vigi. Þar
er einn kennslustóll i heimspeki, einn í íslenzkri tungu
58
Tímarit lögfræöinga