Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Blaðsíða 85
mcnn að hafa tekið embættispróf í lögum og fást við
málflutningsmannsstörf, þó þau séu eigi aðalstörf þeirra.“
Formenn félagsins hafa verið: Eggert Claessen, Sveinn
björnsson, Jón Ásbjörnsson, síðar hæstaréttardómari, Pét-
ur Magnússon, síðar bankastjóri, Guðmundur Ólafsson
hrk, Theodór B. Líndal, síðar prófessor, Magnús Thor-
lacius hrl. og Lárus Jóhannesson, siðar hæstréttardómari.
Ýmsir þessara manna gegndu formennsku oftar en einu
sinni, og sumir, t. d. Eggert Claessen og Lárus Jóhannes-
son, árum saman. Núverandi formaður er Ágúst Fjeld-
sted hrk, en aðrir stjórnarmenn eru: hæstaréttarlögmenn-
irnir Egill Sigurgeirsson og Jón Sigurðsson, og héraðs-
dómsmennirnir Guðjón Steingrímsson og Gísli Einarsson.
Er lög nr. 85/1956 fengu gildi, var félaginu falið að
fara með eftirlits- og agavald innan lögnrannastéttar-
innar, enda var það í samræmi við upphaflegan tilgang
félagsins.
Þetta hlutverk hefur oft verið allumfangsmikið. En
auk þess hefur félagið látið til sín taka ýmis fjárhagsleg
hagsmunamál félagsmanna m. a. með stofnun styrktar-
sjóðs, lífeyrissjóðs o. fl. Segja má, að verksvið félagsins
liafi á síðari árum einskoraðazt meira við lögmanna-
stéttina, en áður var, og er það í samræmi við upphaf-
legan tilgang félagsins. Ýmis önnur félög lögfræðinga
hafa og komið til, er starfa að ákveðnum verkefnum.
Hins vegar liefur félagið víkkað verksvið sitt að þvi levti
að á er komin ýmis samvinna og samskipti þess og lilið-
stæðra félaga á Norðurlö.ndum. Félagið er og i tengsl-
um við alþjóðasamtök málflutningsmanna.
Þess var áður getið, að félagið var lengi vel helzti vett-
vangur lögfræðilegrar menningarstarfsemi hér á landi.
I því sambandi má minna á að ýmsir færir lögfræð-
ingar, bæði innlendir og erlendir, liafa flutt erindi um
lögfræðileg efni á fundum félagsins eða að tilhlutan þess
á víðara vettvangi. Þá hefur og Alþingi oft leitað um-
Tímarit lögfræðinga
131