Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Side 4

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Side 4
presla ofarlega á baugi, en einnig aukin fræðsla almenn- ings, einkum i kristnum fræðum og þá jafnframt lestri. Ilérlendir menn létu og mál þessi til sin taka ýmist af áhuga eða hvötum stjórnvalda cða annarra. Meðal slikra manna má nefna: Skálholtsbisluipana Jón Yidalín (1697 —1720, og Jón Árnason (1722—1743), Gísla Magnússon hiskup að Hólum (1728—1737) og þá Bjarna Jónsson skólameistara í Skálholli (1753—1781) og Pál Jakobsson conrektor. Síðast en ekki sizt ber þó að nefna Jón Þor- kelsson (Thorcilius), er var rektor Skálholtsskóla á ár- unum 1728—1737. Hann átti mikinn þátl i því, að Lud- vig Harboe — síðar Sjálandsl)iskup — var sendur hingað árið 1741 til þess að athuga kristnihald og menntunar- ástand i landinu. Harboe dvaldist hér á landi til ársins 1745, og var Jón Þorkelsson förunautur hans. Sendiför þessi hafði mikla þýðingu, einkum að þvi er snerti barnafræðslu og menntun presta að nokkru. Ýmis fyrir- mæli, er áttu rót sína að rekja til Harboe, voru gefin út , t. d. konungsbréf um confirmation 29/5 1744; For- ording áhrærandi ungdómsins catechisation á íslandi 29/5 1744; Ts. um húsvitjanir 27/5 1746; Ts. 3/6 1746 um húsaga, Erindisbréf handa biskupum 1/7 1746 o. fl. Um æðri menntun hér á landi fjallar Ts. 3/5 1743 um skól- ana. Þessi tilskipun átti rót sína að rekja til Jóns bisk- ups Árnasonar og er að mestu i samræmi við tillögur hans, en Harboe átti þar og góðan hlut að máli. Þar er beint tekið fram, að skólarnir séu kennslustofnanir handa prestsefnum. Kennslugreinar voru: latína; griska; guð- fræði; heimspeki; hebreska; íslenzka; danska; reikning- ur; söngur og saga bæði Islendinga og veraldarsaga, þar með talin stjórnfræði og þjóðaréttur. 1 framkvæmd mun þessum ákvæðum hafa verið linlega fvlgt, og mun t. d. aldrei hafa orðið úr kennslu i stjórnfræði og þjóðarétti. Eins og fyrr var getið og alkunnugt er, hnignaði hag þjóðarinnar mjög á síðari hluta 18. aldar, og fór svo að lokum, að biskupsstólarnir voru lagðir niður svo og 50 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.