Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Blaðsíða 30

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Blaðsíða 30
um hefði verið beitt í framkvæmd, ef sérstök rök mæltu þvi eigi gegn. Hér var réttarfarið einkum haft í huga, því að kanoníska réttarfarið hafði, er hér var komið, náð algerum tökum í Þýzkalandi. Á sviði sifja- og erfða- réttar var svipuðu máli að gegna. 1 norðurhluta Dana- veldis var þessu annan veg farið. Forn réttur var þar enn við lýði, nema þar sem sérdómstólar kirkjunnar höfðu lögsögu. En nú var valdsvið þeirra þrengt að mikl- um mun. Kanonískur réttur var því ekki talinn gilda beinlinis, en hins vegar var mjög gripið til hans, þegar eigi var völ beinna lagaheimilda. Hér á landi og í Nor- egi munu menn þó hafa verið ennþá fastheldnari á hinn þjóðlega rétt, heldur en í Danmörku sjálfri. Þess var þó ekki langt að bíða, að bér væri sett ný löggjöf, á þeim sviðum er kirkjan lét sig helzt skipta. Má i því sam- bandi nefna Stóradóm 1564 og „Hjónabands articula" 2. júní 1587. Bugenhagen var eins og kunnugt er, einn helzti fræðimaður hins nýja siðar, en auðvitað hafði fornmenntastefnan haft áhrif á hann, engu síður en trúar- hrögðin og stjórnmálin. Hér her og að hafa í huga Philip Melanchton, sem var einn hinna mestu áhrifamanna á siðskiptaöld. Hann var, ef svo má segja, postuli forn- menntastefnunnar innan liinnar nýju trúarhreyfingar Lúthers, og gerði sér fullljóst, að í Þýzkalandi mundi óhæfilega röskun leiða af þvi, ef hvatvíslega yrði horfið frá rómarrétti. Þessi sjónarmið áttu að visu miklu síður við í Danaveldi, heldur en í þýzka ríkinu. En Melanch- ton hafði einnig haldið fram þeirri kenningu, og reyndar fleiri, að siðferðileg lögmál og grundvallarreglur væru mönnum í brjóst borin fyrir tilverknað Guðs og náttúru- rétturinn leiddi því af sér hugtök og reglur í samræmi við þau lögmál, þegar hann væri skoðaður í ljósi skyn- semi. Hlutverk löggjafans væri að koma þessum regl- um í raunhæfan og framkvæmanlegan búning, en þar hefði rómarréttur komizt nær markinu. Augljóst virðist, að Bugenhagen hafi haft þessi sjónarmið mjög í huga, 76 Tímcirit lögfræðinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.