Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Page 24

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Page 24
búa svo um háskólakennslu í lögfræði, að 'hægt sé að sinna þeim fræðilegu og raunliæfu vandamálum, sem við blasa. Nokkuð hefur miðað fram á leið, þó ekki svo sem skvldi. En það er ekki eingöngu sök þeirra, sem við háskólann starfa. II. Hér að framan hefur saga æðra skólanáms innan- lands stuttlega verið rakin og þó langt frá því til hálfs. En þegar litið er til nemendanna og áhrifa þeirra í þjóð- lífinu, verður lýsingin alröng, ef ekki er vikið neitt að því námi, sem mest þótti um vert, það er raunverulegu háskólanámi islenzkra manna erlendis áður en Háskóli Islands kom til. I þeim efnum var háskólinn í Kaupmannahöfn sú stofn- un, sem fyrst og fremst skipti máli, og þá einkum að því er lögfræði snertir, enda hafa allir hinir fyrstu pró- fessorar lagadeildarinnar numið við Hafnarháskóla og lokið prófi þar. Þess ber þó vel að gæta, að laganám við Hafnarháskóla var um langa stund nánast þáttur úr guð- fræðinámi, og verður stuttlega að því vikið hér á eftir. Kristján konungur I. frá Oldenburg var þýzkur mað- ur, er fékk konungdóm í Danaveldi árið 1448. Danaveldi náði þá suður um Þýzkaland norðanvert, um Suður-Sví- þjóð, Noreg, Færeyjar, Island, Grænland, Hjaltland og Orkneyjar. Á þeim tíma var veldi kaþólsku kirkjunnar mikið um öll vesturlönd. Ekki voru það trúarbrögðin ein, sem hún hafði tök á. Æðri og almenn menntun, lög- gjöf og dómsvald var að miklu leyti i hennar höndum og hún hafði rík áhrif á fjármál og atvinnulíf. Þótt ýms- ar blikur væru á lofti i andlegum og veraldlegum mál- um, er líða tók á 15. öld, var kirkjan þó sá aðili, sem mestu réði um alla æðri menntun. Ýmsir háskólar voru þá starfandi suður i álfunni, og má þar einkum nefna háskólana í Salerno og Bologna. Ýmsum ráðandi mönn- um í Danaveldi mun hafa þótt bæði vegsauki og þörf á 70 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.