Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Blaðsíða 68

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Blaðsíða 68
, II. Samkvæmt sáttmálanum er það skilvrði fyrir stofnun dómstólsins, að eigi færri en 8 aðildarríki hafi lýst sig bundin við lögsögu dómstólsins í öllum málum, er varða skýringu og framkvæmd sáttmálans. Þann 3. september 1958, voru viðurkenningarskjöl Austurríkis og Islands afhent, en áður höfðu írland, Danmörk, Holland, Vestur- Þýzkaland, Belgía og Luxemburg viðurkennt lögsögu dómstólsins. Var þvi þessu skilyrði fyrir stofnun dóm- stólsins fullnægt, og þann 21. janúar 1959 kaus Ráð- gjafarþing Evrópuráðsins 15 dómara, einn frá hverju þátttökuríki Evrópuráðsins. Eru það þau 14 ríki, sem aðild áttu að sáttmálanum og Frakkland. Er kosningu dómara hagað þannig, að hvert riki tilnefnir þrjá menn, og skulu a.m.k. tveir þeirra vera þegnar hlutaðeigandi ríkis.. Dómaraefni verða annaðhvort að fullnægja skil- \Trðum, sem þurfa til þess að mega gegna æðri dómara- störfum eða vera viðurkenndir fræðimenn í lögvisindum. Þingið velur svo úr hópi þeirra jafn marga dómara og þátttökurikin eru. Skulu þeir kjörnir með meiri hluta greiddra atkvæða, en engir tveir dómarar mega þó vera þegnar sama ríkis. Ef fleiri ríki verða siðar aðilar að Evrópuráðinu eða þörf er að skipa autt dómarasæti, skal sami háttur hafður á, eftir þvi, sem við á, til þess að ná fullri tölu dómara. Dómarar skulu kosnir til 9 ára í senn. Þá má endurkjósa. En til þess að koma í veg fvrir þann möguleika, að skipt yrði um alla dómara í einu, er ákveðið, að af þeim dómurum, sem kosnir voru í fyrstu kosningu, skuli kjörtímabil fjögurra lokið að þrem árum liðnum og annarra fjögurra að sex árum liðnum. Eru þeir dómarar, sem ganga eiga úr, valdir með hlutkesti. Áður en fyrsta kosning dómara fór fram, reis upp deila um það á x-áðgjafarþinginu, hvað átt væri við með orðalaginu „by the majoritv of tlxe votes cast“, livort það þýddi hreinan eða einfaldan meirihluta. Var ákveðið, að hreinan meiri hluta þyrfti við fvrstu atkvæða- 114 Tímaril U'xjfrœðinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.