Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Side 39

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Side 39
að vera þar að verki. Varð þá úr, að Jón Eiríksson kon- ferenzráð m.m. og Jón Árnason, siðar sýslumaður i Snæ- fellsnessýslu, voru fengnir til starfans. Litlu síðar kom og til skjalanna Jón varalögmaður Ólafsson, og enn áttu hér hlut að Bjarni Halldórsson sýslumaður í Húnavatns- sýslu, og lögmennirnir Björn Markússon og Sveinn Sölvason. Um þessa menn alla er þess að geta, að þeir höfðu lokið prófi í lögum frá Hafnarháskóla, en fyrstur íslenzkra manna, er slíku prófi lauk, var Þorsteinn Magn- ússon sýslumaður í Rangárvallasýslu, árið 1738. Um Jón Eiríksson er rctt að geta þess, að auk annarra mikils- verðra starfa, er hann hafði á hendi, var hann um ára- hil prófessor í lögum við Akademíið í Sórey, en sá skóli var i fyrstu settur á fól sem sérskóli fvrir aðalsmenn og í því skyni, að þeir fengju þar menntun, einkum i lögfræði, betri en gerðist við Hafnarháskóla, enda höfðu aðalsmenn, en úr þeirra hópi voru á þeim tíina valdir helzu embættismenn á sviði lögfræði, lítt sótt Hafnarháskóla, heldur leitað, sér frama við erlenda há- skóla, og er áður að þvi vikið. Er alls þessa er gætt, verður ljóst, að hér urðu mikil straumhvörf í islenzkri lögfræði og vitnisburður um það eru hin lögfræðilegu rit, sem fram komu. Má þar fyrst nefna: Historisk Indledning til den gamle og nye Is- landske Rættergang, sem Jón Árnason er talinn höfundur að. Óhætt mun þó að segja, að Jón Eiriksson hafi átt mikinn bæði beinan og óbeinan þátt í bókinni. Eftir Svein lögmann Sölvason var og prentað Tyro juris og Det islandske Jus criminale. Þá lét og Magnús sýslu- maður Ketilsson í Dalasýslu, til sín taka um útgáfu lög- fræðibóka. Hann hafði stundað laganám við Hafnarhá- skóla, þótt hann lyki ekki prófi. Auk þess var hann í allnánum tengslum við Jón Eiríksson. Þessara manna er hér gelið, til þess að sýna, hver lireyfing komst á fræðilega lögfræði hér á landi i nokkuð beinum tengsl- um við tilsk. 10/2 1736. Bjarni Thorsteinson, ísleifur Tim arit lögfræðinga 85

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.