Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Blaðsíða 21
júni 1958 og eru ákvæði hennar um kennslu og próf á
þessa leið:
„Laga- og viðskiptadeild.
48. gr.
1. Kennslugreinar i lagadeild eru þessar:
1. Almenn lögfræði.
2. Þjóðhagfræði.
3. Bókfærsla.
4. Fjármunaréttur.
5. Sifjaréttur, erfðaréttur og persónuréttur.
6. Stjórnskipunar- og stjórnarfarsréttur.
7. Refsiréttur.
8. Réttarfar.
9. Réttarsaga.
10. Sjóréttur og félagaréttur.
11. Þjóðaréttur og alþjóðlegur einkamálaréttur.
12. Æfingar í úrlausnum raunhæfra verkefna.
13. Vélritun.
Embættispróf í lögfræði.
49. gr.
Embættisprófinu skal skipt í tvennt, fyrra hluta og
síðara hluta. Prófgreinar í fyrra hluta eru þessar:
1. Fjármunaréttur, tvö skrifleg og eitt munnlegt próf.
2. Sifjaréttur, erfðaréttur og persónuréttur, skriflegt
og munnlegt próf.
3. Stjórnskipunar- og stjórnarfarsréttur, skriflegt og
munnlegt próf.
4. Raunhæft úrlausnarefni, þar sem reynir á atriði
úr 1.—3. prófgrein, fvrra hluta, skriflegt próf.
Áður en stúdent segir sig til fyrra hluta prófsins, skal
hann leggja fram skilriki fyrir því, að hann hafi staðizt
próf i almennri lögfræði, þjóðhagfræði og bókfærslu.
Til þess að standast próf í almennri lögfræði, þarf stú-
dent að sýna slika þekkingu á prófi, að virt verði til
Tímarit lögfræðinga
67