Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Side 57

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Side 57
að, laust við tyrfni og tildur, og vfir allri framsetning- unni er einstök heiðrikja. Hér verður ekki vikið að ritstörfum lians i sagnfræði og mannfræði. Á liitt skal bent, að hann var skiptur miili lögfræði og sagnfræði, og þó jafnvigur á báðar. Get ég þessa fyrir þá sök, að engan mann hef ég þekkt, sem var jafnheilsteyptur persónuleiki sem hann og fjarri þvi að vera „stykkevis og delt“, svo að greind séu ummæli Brands. En hér er þess að gæta, að próf. Ölafur rakti réttinn til menningarsögulegra róta, og frá þvi sjónar- miði renna iög og saga í einn farveg. Fyrir íslenzka vis- indastarfsemi í heild sinni, hvgg ég, að það liafi verið lán, að hann skipti sér svo sem raun ber vitni milli þess- ara tveggja fræðigreina og auðgaði með því háðar. V. Svo ágætur sem Ölafur Lárusson er af verkum sínuin, er hins ekki síður að geta, að persónuleiki hans var ógleymanlegur öllum þeim, sem af honum höfðu kynni. Hann var mannkostamaður, strangur á vtra borðinu, en allra manna mildastur og mannúðlegastur, er á reyndi, réttlátur og réttdæmur í mati sinu á málefnum, vinfast- ur og trygglyndur, vitur og velviljaður. Hann var mikill jafnvægismaður, og hvíldi yfir honum ró og festa. Iiann var maður hógvær og laus við yfirlæti. Hann var að eðlisfari dulur, fáskiptinn nokkuð og hlédrægur, en hann naut sín þó vel á mannfundum og lék þá oft á als oddi. Hann kunni ógrvnni af sögum um kímileg atvik og var mikill húmoristi. Hann var ljúfmenni í dagfari sínu og eindæma barngóður. Þar sem hann var, fór saman „vitsins, andans og hjartans menning“. Prófessor Ólafur Lárusson var hamingjumaður í lífi sínu. Hann eignaðist ágæta konu, Sigríði Magnúsdóttur, og voru þau i hjúskap í 30 ár. Heimili þeirra var mikið menningarheimili, sem sérstæður þokki hvildi yfir. Frú Sigriður andaðist árið 1952. Þau voru barnlaus. Eiga Timarit lögfræðinga 103

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.