Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Side 67

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Side 67
sér fvrir iiendur að ganga frá liinni almennu mannrétt- indavfirlýsingu, Tlie Universal Declaration of Human Rights. Þessi yfirlýsing er, svo sem kunnugt er, mjög mikilsverð. Ætlunin er, að gerður verði bindandi alþjóða- samningur, mannréttindaskrá, og einliver stofnun eða dómstóll settur á laggirnar, til þess að tryggja þa'\ að staðið verði við skuldbindingar mannréttindaskrárinnar. Það mál á þó enn langt í land, og eklti er sýnilegt, að það nái fram að ganga í náinni framtið, eins og mál- um er nú háttað i heiminum. Af þessari ástæðu ákváðu rikin, sem eru aðilar að Evrópuráðinu, að stíga fyrstu skrefin að því marki að trvggja sameiginlega raunhæfa vernd nokkurra þeirra réttinda, sem greind eru i mann- réttindavfirlýsingunni. Var gerður samningur í Róm 4. nóvember 1950 og viðbótarsamningur í París 20. marz 1952, Mannréttindasáttmáli Evrópu, um verndun mann- réttinda og mannfrelsis. Island gerðist þátttakandi í Ev- rópuráðinu samkvæmt heimild í þingsályktun 7. febrú- ar 1950, og var aðildarskjal íslands afhent 7. marz s. á. Fullgildingarskjal Islands um mannréttindastáttmálann var afhent í aðalskrifstofu Evrópuráðsins hinn 29. júní 1953.. 1 honum eru viðurkennd ]iau frumréttindi manna, sem tíðkast með lýðfrjálsum þjóðum, og eru þau í fyllsta samræmi við réttarmeðvitund og löggjöf Islendinga. Frið- jón Skarphéðinsson hefur í ágætri grein, sem birtist í Tímariti lögfræðinga (2. hefti 1958), gert grein fvrir, hver mannréttindi það eru, sem aðildarríkin hafa skuld- bundið sig til að tryggja hverjum þeim, sem dvelst inn- an marka þeirra. I sömu grein er einnig skýrt frá hlut- verki og störfum Mannréttindanefndar Evrópu, en það er önnur sú stofnun, sem leitast skal við að trvggja, að staðið sé við skuldbindingar þær, sem aðildarrikin liafa tekizt á hendur með sáttmálanum. Hin stofnunin er Mannréttindadómstóll Evrópu. Tímarit lögfræðinga 113

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.