Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Blaðsíða 10
Háskóli lslands skuli settur í dag, og með þvi, að þau
liafa verið staðfest af H.H. konunginum 8. þ. m., og með
þvi að settir liafa verið til bráéabirgða prófessorar og
kennarar við háskólann, og þeir hafa aftur kosið sér
rektor og dekana í deildunum, þá er löglegur undirhún-
ingur fenginn fyrir þvi, að fullnægja skilyrði laganna
um stofnun liáskólans, og lýsi ég þvi þess vegna yfir fj-rir
hönd landsstjórnarinnar, að Háskóli íslands er hér með
afhentur háskólaráðinu, til þess, að hann taki til starfa
lögum samkvæmt. Quod felix faustumque sit.“
Þá talaði rektor og komst m. a. að orði á þessa leið:
„Fyrir hönd háskólaráðsins og kennara háskólans tek
ég á móti hinni nýju stofnun úr liöndum landsstjórnar
og lýsi yfir því, að Háskóli íslands er á stofn setlur.
Jafnframt leyfi ég bér að frambera alúðar þakkir allra,
sem að háskólanum standa, bæði kennara og námsmanna,
til landsstjórnarinnar fyrir stofnun háskólans ........
Áður en ég lield lengra áfram í ræðu rninni, finn ég mig
knúðan til að biðja um umburðarlyndi yðar, heiðruðu
áheyrendur. Ég finn sjálfur hezt til veikleika míns og
hve mikið vantar á, að ég geti til nokkurrar hlítar stað-
ið i þeim sporum, sem ég nú stend í, þegar ég á svo að
segja að marka hið fyrsta spor þessarar stofnunar. Til
þess að geta snortið hina réttu strengi i brjóstum yðar,
þyrfti ég að hafa mælsku Demosþenesar og speki Platós.
En í stað þess verður ræða mín harla einföld og óbrotin.
Við þetta tækifæri finnst mér liggja nærri, að vér reyn-
um fyrst að gera oss grein fyrir þvi frá almennu sjónar-
miði, hvað háskóli eiginlega er eða á að vera, hvert sé
markmið háskóla og starf, og hverja þýðingu slíkar stofn-
anir hafa fyrir þjóðfélögin og alþjóð hins menntaða
heims, og þvi næst að vér snúum oss að þessum hvit-
voðungi vorum, sem nú er i reifunum, og hugleiðum,
hvað Háskóli íslands er nú, og hvað hann á að verða
í framtíðinni.
Ég skal taka það fram, að ég hef orðið háskóli i þeirri
56
Tímarit löc/fræðinga