Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Blaðsíða 62
Hrepparnir voru sjálfstjórnarstofnanir. Þeir höfðu
stjórn eigin mála. Ár livert skvldi kjósa fimm stjórn-
endur fyrir hreppinn. Þeir skyldu valdir úr hópi bænda.
1 undantekningartilvikum mátti þó kjósa griðmenn (þ. e.
menn, sem stóðu ekki sjálfir fyrir heimili). Þessir stjórn-
endur voru nefndir sóknarmenn, því að m. a. skyldu
þeir lögsækja þá, er brotlegir urðu, einkum þá, er brutu
framfærslureglur hreppanna.
Hrepparnir höfðu einnig eigin þing. Þrisvar á ári
hverju, á ákveðnum tima, skyldi halda hreppssamkomu,
sem allir bændur hreppsins skyldu sjálfir sækja eða
senda fulltrúa fvrir sig. Á þessum fundum, er nefndir
voru samkomur, voru ýmis málefni hreppsins rædd og
teknar ákvarðanir um þau, m. a. skyldu sóknarmenn
taka á móti eiðsvörnum tíundarframtölum bænda og
ákvarða tiund hvers einstaks.
Einstakir bændur gátu kvatt til aukahreppsfunda, ef
þeir töldu, að ómagi væri færður þeim á hendur að ólögum.
Fátækraframfærslan var þýðingarmest af verkefnum
hreppsins. Hreppurinn skvldi framfæra þá, sem ekki
fengu framfærslu annars staðar, og ómagi átti framfærslu
i þeim hrepp, er nánasti ættingi hans var vistfastur í,
eigi lengra en að þriðja lið i hliðarlegg. Ef svo vildi til,
að maður átti annað hvort engan ættingja hér á landi
eða einungis ættingja, sem voru fjarskyldari en að ofan
greinir, varð hreppurinn þó ekki framfærsluskyldur, held-
ur kom framfærslan í hlut fjórðungsins eða landsins í
heild. Með þessum ákvæðum öðluðust allir ibúar landsins
heimild að lögum til framfærslu. Hitt er svo annað mál,
iiversu árangursrík þessi skipan var. Sögulegar heimildir
frá 12. og 13. öld, t. d. Sturlunga og Biskupasögurnar,
bregða upp fyrir okkur margs konar þjóðlifsmyndum,
sem við höfum ekki nokkra ástæðu til að efa, að séu í
samræmi við raunveruleikann. I þessum heimildum mæt-
um við ósjaldan flakkandi betlurum, enda þótt Grágás
hafi að geyma ströng refsiákvæði um betl.
108
Tímarit lögfræðinga